Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eysteinn Steingrímsson á Laufhóli með forystulömb.
Eysteinn Steingrímsson á Laufhóli með forystulömb.
Menning 7. desember 2023

Stórsnjallar forystukindur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í bókinni Forystufé og fólkið í landinu eftir þá Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen, forstöðumann Fræðaseturs um forystufé, er fjallað um þessi mögnuðu dýr sem eru sérlega úrræðagóð og búa oft yfir einstöku gáfnafari.

„Á Laufhóli í Skagafirði eru að jafnaði fimm til sex forystukindur. Eysteinn gætir þess vel að forystuærnar verði ekki of margar og bændurnir á Laufhóli telja það algjört frumskilyrði að þær séu spakar og hægt sé að temja þær.

Eysteinn hefur þó gengið skrefi lengra og reynt að bandvenja forystukindurnar enda stundar hann tamningar samhliða sauðfjárræktinni. Strax við upphaf búskapar þeirra hjóna byrjaði Eysteinn í félagi við Reyni son sinn að bandvenja forystukindurnar, til að mynda sauðinn Sókrates sem sjá má hér á mynd. Þetta var árið 2010, rétt áður en Aldís og Eysteinn tóku við búskapnum og fluttust að Laufhóli. Hornalagið á Sókratesi vakti að vonum athygli en hann er mjög svo fallega úthyrndur. Til gamans var farið með sauðinn á lambadag á Melstað í Óslandshlíð og þar vakti hornalag hans mikla athygli eins og endranær. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, var kynnir á þessum góða degi og sagði að horn Sókratesar væru svo glæst og gleið að þau gætu auðveldlega nýst sem fatahengi bæði á Brekkukoti og Óslandi í senn.

Á meðan Steingrímur hélt enn um búsforráð á Laufhóli aðstoðaði Eysteinn föður sinn við bústörfin og sparaði sig ekki þegar kom að því að elta forystuféð. Haustið 1987 stóð til að fella gamla forystukind, hana Flekku gömlu sem þá var tíu vetra gömul, og nóttina áður var hún því höfð inni í fjárhúsum á bænum sem kölluð eru Suðurhús.

Eins og í mörgum fjárhúsum sem byggð voru um miðja síðustu öld eru á því litlir gluggar sem nær ómögulegt var fyrir venjulega kind að komast út um.

Í Suðurhúsum var um að ræða fallegan glerglugga með póstum og opnanlegu fagi sem haft var opið þessa síðustu nótt Flekku. Rifan á glugganum var ekki miklu stærri en svo að lítið lamb gat smeygt sér út um hana. Daginn eftir er Flekka horfin úr Suðurhúsum og hafði komist út í gegnum opnanlega fagið þótt ótrúlegt megi virðast.

Það varð til þess að hún fékk að lifa eitt ár í viðbót, var sædd á fengitíma og átti vorið eftir fallegan svartan hrút sem fékk nafnið Salómon.

Um haustið sýndi hann sömu hegðun og móðirin og tókst að strjúka út af túninu rétt áður en áformað var að farga honum.“

Sókrates með föður og afa.

Skylt efni: bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f