Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Þingvallavatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Þingvallavatni.
Mynd / Flugubúllan
Í deiglunni 15. maí 2017

Stóri urriðinn hefur verið að gefa sig

Höfundur: Gunnar Bender
,,Það var brjálað rok og mígandi rigning, algjört rugl að vera úti í svona veðri,“ sagði Árni Kristinn Skúlason en hann hefur veitt töluvert í vorbyrjun og var á Þingvöllum fyrir fáum  dögum þegar aðrir voru bara heima hjá sér. En stóri urriðinn hefur verið að gefa sig og kannski mest á ION-svæðinu.
 
,,Það lægði í örfáar sekúndur og þá náði ég flugunni góða 20 metra út, þá lét ég fluguna sökkva vel og strippaði hratt inn. Mjög  fljótt strekktist vel á línunni og rauk línan út með látum. 
 
Eftir góða 60 metra roku stoppaði fiskurinn og gat ég togað hann nær mér, þá fann ég hve stór fiskurinn í raun og veru var, ekkert smá þungt kvikindi og stöngin í keng. 
 
Fiskurinn sýndi engin merki um þreytu og rauk út aftur og aftur þar til hann gaf sig á endanum, þá eftir góðan hálftíma á!  Ég tók mjög fast á honum, bremsan í botni, en það náði ekki að stöðva hann.
Fiskurinn reyndist 91 cm og 9 kg, mældur og vigtaður,“ sagði Árni við baráttuna á Þingvöllum.
 
– Hvað er að frétta úr Brúaránni?
 
,,Vorveiðin í Brúará í landi Sels hefur verið ágæt, Unnar Örn, frændi minn, fór núna um daginn og fékk nokkra fína urriða. 
 
Áin hefur verið frekar vatnsmikil og erfið en alltaf hægt að gera góða veiði. Núna er að hlýna og bleikjan ætti að fara að gefa sig,“ segir Árni Kristinn, sem eyðir miklum tíma við ána enda á hann heima þar rétt hjá henni. Og segir veiðimönnum þar til um veiðina stóran hluta sumars. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...