Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stóri-Kroppur
Bóndinn 6. júlí 2017

Stóri-Kroppur

Kristín og Eugen sáu Stóra-Kropp á ferð um landið og féllu algjörlega fyrir staðnum. 
 
Býli:  Stóri-Kroppur.
 
Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði.
 
Ábúendur: Eigendur eru Kristín Hjörleifsdóttir Steiner og Eugen Steiner. Bústjóri er Bryndís Brynjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Kristín og Eugen eiga þrjú börn: Hrafn, Svövu og Emblu. Á bænum eru kettirnir Lilli litli og Tímon.
 
Stærð jarðar?  239 hektarar.
 
Gerð bús? Ferðaþjónusta og hrossarækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross og 2 kettir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ávallt byrjað á að gefa hestunum og köttunum sem láta alveg vita ef ekki er búið að bæta í dallinn þeirra. 
Svo spilast dagurinn bara dálítið eftir verkefnum. Girðingar, viðgerðir, ferðamenn, hestastúss og hugsa um að halda öllu snyrtilegu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman að sjá folöldin fæðast og líka þegar gefið er útigang í vondum veðrum hvað þau verða kát, finnst bara öll bústörf skemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Bara svona svipað og í dag, ferðaþjónusta og hross. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu oft vera snarpari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinleiki íslenskra afurða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kartöflur og kjöt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Get nú ekki tekið eitt fram yfir annað. Finnst alltaf frábært þegar ungviðið fæðist. Svo finnst okkur stórkostlegt að Faxagleðin er haldin hjá okkur í ágúst sem er firmakeppni hestamannafélagsins Faxa þar sem fólkið kemur ríðandi og það er keppt og svo grillum við saman og höfum gaman.

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f