Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Mynd / Andrés Skúlason
Líf og starf 17. febrúar 2023

Stórbrotið menningarlandslag

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fornleifastofnun hefur sent erindi á Rangárþing ytra og Rangárþing eystra þar sem leitað er eftir samstarfi um miðlun upplýsinga um fornleifar á sögusviði Njálu.

Kristborg Þórsdóttir hjá Fornleifastofnun fer fyrir verkefninu en hún hefur unnið við fornleifaskráningu í sveitarfélögunum á nánast hverju sumri í fimmtán ár og er því farin að þekkja aðalsögusvið Njálu mjög vel.

„Þar sem mikill áhugi er á Njálssögu, ekki síst heima í héraði, fannst mér það liggja beint við að nýta þann stóra gagnabanka um fornleifar á svæðinu sem við höfum safnað í um árabil til þess að leiða fólk um sögusvið Njálu og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að miðla upplýsingum um fornleifar á sögusviðinu,“ segir Kristborg.

Menningararfur sem mótað hefur kynslóðir

Verkefnið snýst um að búa til kynningarefni um fornminjar á völdum sögustöðum í Njálu byggt á fornleifaskráningu, sem þegar hefur verið unnin fyrir sveitarfélögin á svæðinu og úr gagnagrunninum Sagamap.is. Ekki er verið að ýja að því að minjarnar tengist Njálssögu að öðru leyti en því að þær eru á stöðum sem koma við sögu í verkinu.

„Á hverjum stað verður tekið fram hvaða persónur og eða atburðir í sögunni tengjast staðnum. Markmiðið er að samtvinna menningararf sem fólginn er í ritverkum fyrri alda og í jarðföstum minjum sem saman mynda stórbrotið menningarlandslag og hefur haft áhrif á og mótað ótalmargar kynslóðir Íslendinga,“ segir Kristborg aðspurð og tilgang og markmið verkefnisins.

Verkefni á frumstigi

Að sögn Kristborgar er fyrstu umferð fornleifaskráningar lokið í Rangárþingi ytra og er komin vel á veg í Rangárþingi eystra. Í þeirri vinnu hefur margt forvitnilegt komið í ljós og mikill fjöldi merkra minja er á svæðunum báðum.

„Ég á ekki von á því að margar nýjar minjar komi í ljós í þessu tiltekna verkefni en það er sannarlega mögulegt. Verkefnið er á frumstigi og á vonandi eftir að þróast áfram. Sá verkhluti, sem er í undirbúningi og sótt hefur verið um styrki fyrir, er fremur smár í sniðum og ekki kostnaðarsamur.

Ef styrkur fæst verður vonandi hægt að nota afraksturinn til þess að þróa verkefnið áfram og hugsa stærra. Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðnum sem sótt hefur verið um beint fjármagn til en þegar hefur verið komið á samstarfi milli Fornleifastofnunar Íslands við sagamap.is, sveitarfélögin Rangár- þing ytra og Rangárþing eystra og Ferðafélag Rangæinga.

Þannig að viðtökurnar hafa verið góðar og greinilegt að mikill áhugi er á verkefninu,“ segir Kristborg. Raunhæft sé að áætla þrjú ár að lágmarki í stórt verkefni sem fæli í sér öflun gagna, ritun texta, hönnun og miðlun.

Skylt efni: fornleifar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...