Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Frá Gjógv á Eysturoy í Færeyjum. Umtalsvert minni mjólk er framleidd á hvern íbúa í Færeyjum en á Íslandi. Hver kýr framleiðir hins vegar meiri mjólk.
Mynd / Annie Spratt
Utan úr heimi 18. ágúst 2025

Stóraukin meðalnyt í Færeyjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hver mjólkurkýr í Færeyjum framleiðir að meðaltali 9.359 lítra af mjólk á ári. Er það talsverð aukning frá árinu 1995 þegar meðaltalið var 5.102 lítrar.

Heildarinnlegg bænda til mjólkursamsölunnar MBM í Færeyjum voru 7.243.500 lítrar af mjólk á síðasta ári. Er það 213.800 lítrum meira en árið 2023. Frá þessu greinir Dimmalætting.

Árið 2016 var slegið met í mjólkurinnleggi hjá MBM þegar bændur skiluðu inn 7.742.900 lítrum af mjólk. Árið 1990 tók mjólkurbúið á móti 5.849.000 lítrum, sem er 1.394.500 lítrum minna en í fyrra. Árið 1995 voru 1.206 mjólkurkýr í Færeyjum, en í dag eru ekki nema 774 eftir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru 25.104 árskýr á Íslandi sem skiluðu 6.523 kílógramma nyt að meðaltali.

Færeyingar eru 55.000 og þýðir þetta því að þarlendar mjólkurkýr framleiða tæplega 132 lítra á hvern íbúa á ári. Íslendingar eru tæplega 392 þúsund og heildarinnlegg mjólkur á Íslandi var 152,4 milljónir lítra árið 2024, sem þýða 389 lítrar á hvert íslenskt mannsbarn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...