Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stóra-Mástunga 1
Bóndinn 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...