Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stóra Kiwanis-hjálmamálið
Fréttir 2. maí 2016

Stóra Kiwanis-hjálmamálið

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það hefur varla farið fram hjá neinum sú umræða sem hefur komið í kjölfarið á að borgaryfirvöld í Reykjavík leyfa ekki Kiwanis-mönnum og Eimskip að gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Ástæðan er sögð vera til komin vegna þess að lítil auglýsing þar sem nafn styrktaraðila Kiwanis-manna, Eimskip, kemur fram. 
 
Á vefsíðum dv.is og mbl.is er vitnað í Sigrúnu Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún bendir á að reglur borgarinnar um merktar gjafir til grunnskólabarna séu skýrar. „Börn eiga ekki að vera gangandi auglýsing,“ segir hún og bendir á að frjálst sé að dreifa slíkum gjöfum annars staðar en í skólum þegar skólastarfi lýkur. 
 
Hér er kolrangur hugsunarháttur stjórnenda Reykjavíkur. Sé hugsað til forvarna á frekar að hygla þeim sem borga fyrir forvarnirnar.
 
 Ef þetta er stefnan fást aldrei kostendur til forvarna
 
Í mörg ár hafa forvarnafulltrúar, félagasamtök og tryggingafélög kvartað undan því að erfitt sé að fá kostendur til forvarna. Í jafn mörg ár hafa þeir sem vinna á einn eða annan hátt við forvarnir bent á ágæti forvarna. Sjálfur hef ég komið að forvörnum bæði í starfi og leik í yfir 20 ár og ef sveitarfélög fara að taka upp þessu alröngu stefnu Reykjavíkur, sem virðist vera svo herfilega röng að halda mætti að Reykjavíkurborg sé á móti forvörnum. Þetta staðhæfi ég þar sem að skipulagsstjóri Reykjavíkur startaði átakinu hjólað í vinnuna hjálmlaus.
 
Bestu forvarnakennarar eru yngstu börnin
 
Í mörg ár hafa Kiwanis-menn í samstarfi við Eimskip gefið um 50.000 hjálma og það er öruggt að einhverjir sem hafa fengið þessa hjálma þakka fyrir að hjálmurinn frá Eimskip var á hausnum þegar þeir lentu í hnjaski. Að gefa börnum hjálma er hluti af uppeldi þar sem hjálmanotkun er brýnd og kennt hversu nauðsynlegt er að vera með hjálm á reiðhjóli. Þegar krakkarnir eru komnir með hjálm á hausinn finnst þeim að allir eigi að vera eins og þeir. Við fullorðna fólkið látum undan þar sem að fræðsluáróður barnanna er svo sterkur að annað er ekki hægt. Það er „töff“ að vera með hjálm, en púkó að vera hjálmlaus. Borgarstarfsmenn Reykjavíkur geta verið áfram „púkó“ og hjálmlausir, en endilega þiggið hjálminn frá Eimskip og Kiwanis því þeir klæða hausa vel og eru „töff“.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f