Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóra-Ármót
Bóndinn 26. september 2019

Stóra-Ármót

Stóra-Ármót hefur verið í eigu Búnaðarsambands Suðurlands frá því 1979.  Hér hefur verið rekið tilraunabú í nautgriparækt, lengst af í samstarfi við Bændaskólann á Hvanneyri, seinna LbhÍ. 

Búrekstur á Stóra-Ármóti er í höndum bústjóra og hafa Hilda og Höskuldur sinnt því starfi frá því í september 2001.

Býli: Stóra-Ármót. 

Staðsett í sveit:  Flóahreppur.

Ábúendur: Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar hjóna þá eru það börnin 5;  Helga Margrét,  Hannes, Hólmar, Hallgerður og Hanna Dóra. Tíkarkjáninn Píla og meindýravarnirnar í fjósinu (lesist kettirnir) Ponta, Klói og Steypa.

Stærð jarðar?  650 ha.

Gerð bús? Blandaður búskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkur­kýrnar á búinu eru um 50 talsins og kvígur og kálfar í samræmi við það. Sauðfé um 145 hausar á vetrarfóðrum og svo eigum við prívat einhver 10 hross sem aðallega sjá um að hreinsa vegkanta og snyrta í kringum bæinn.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst og síðast morgna og kvöld eru fjósverkin og svo annað tilfallandi þar á milli.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest er skemmtilegt þegar vel gengur, hins vegar er alltaf leiðinlegt að þurfa að farga  skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er, hugsanlega aukin mjólkur­framleiðsla til að fullnýta aðstöðuna sem er til staðar.

Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Þakklát þeim sem gefa sig í þá vinnu. Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverk og sjaldnast að allir séu sáttir við það sem gert er. 

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Ef fólk áttar sig á því að við eigum að kaupa það sem framleitt er næst okkur þá vegnar honum vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Fyrst og fremst á að einblína á að uppfylla innan­lands­markaðinn.  

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sitt sýnist hverjum um það. Lambahryggurinn á jólunum ofarlega á blaði hjá flestum, yngri kynslóðin yfirleitt hamingjusöm með heimagerða pitsu og steiktur fiskur í raspi kemur líka sterkur inn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjósbreytingarnar haustið 2017 voru skemmtilegar og gott þegar loksins tókst að hýsa kýrnar það árið. Eftirminnilegra hjá flestum fjölskyldumeðlimum er þó smalabrjálæði húsbóndans og annars sonarins þegar rekið var í fyrsta skipti  inn í ný fjárhús 2015, enda fór fjarri því að blessuð sauðkindin vildi fara þangað sem ætlast var til.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...