Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stonehenge stærra en talið hefur verið
Á faglegum nótum 21. september 2015

Stonehenge stærra en talið hefur verið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fornleifafræðingar á Bretlands­eyjum telja sig vera búna að finna leifar af steinagerði sem bendir til þess að minjarnar við Stonehenge séu mun stærri en áður hefur verið talið.

Með jarðsjá hefur tekist að greina tæplega hundrað bautasteina sem eru allt að 4,5 metrar að lengd. Steinarnir sem liggja á hliðinni mynda svo reglulega röð að ómögulegt er annað en að menn hafi komið þeim fyrir. Til aðgreiningar frá því steinagerði sem þekkist í dag er farið að kalla nýja fundinn ofurgerðið vegna stærðar þess.

Síðastliðin fimm ár hefur verið unnið að því að skanna stórt svæði nálægt Stonehenge með jarðsjá og verið er að teikna það upp með steinafundunum merktum inn. Stór hluti ofurgerðisins liggur skammt frá Stonehenge, í um þriggja kílómetra fjarlægð, og er það talið vera hluti af helgu svæði sem tengist steinagerðinu fræga.

Reynist rétt vera að um ofurgerði sé að ræða er það stærsta steinagerði sem fundist hefur í Evrópu og væntanlega munu rannsóknir á því veita nýja innsýn í sögu og tilgang Stonehenge.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f