Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Á faglegum nótum 20. desember 2021

Stofugreni sem jólatré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll jólatré þurfa ekki að vera eins. Í dag njóta lifandi jólatré með rót vinsælda og þá er upplagt að fá sér stofugreni, Araucaria, og skeyta það með jólakúlum, seríu og englahári.

Stofugreni er fallegt, sígrænt og upprétt barrtré með gisnum greinakrönsum og mjúku barri. Selt sem pottaplanta og ágætlega harðgert við hentug skilyrði og nýtur sín best þar sem það stendur eitt og sér. Plantan getur orðið ansi há í náttúrulegum heimkynnum sínum en yfirleitt selt um 30 sentímetra há með fjórum eða fimm greinakrönsum.
Hentar vel sem borðjólatré eða sem jólatré þar sem pláss er lítið. Best er að nota LED-seríu á tréð þar sem barrið getur sviðnað undan seríu sem hitnar.

Plantan er upprunnin á Norfolk-eyjum í Kyrrahafi og barst þaðan til Evrópu 1793 og varð fljótlega vinsæl pottaplanta. Í bókinni Stofublóm í litum, sem Ingimar Óskarsson þýddi og staðhæfði úr dönsku og kom út 1964, segir að stofugreni hafi verið vinsælt í ræktun fyrir 50 árum en sé nú fágætara.

Dafnar best í góðri birtu en ekki mikilli sól og þolir að vera á svölum stað. Yfirleitt er nóg að vökva stofugreni einu sinni í viku yfir vetrartíma en tvisvar í viku á sumrin og gott er að úða umhverfis plöntuna reglulega.

Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.

Skylt efni: Jól stofugreni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...