Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð
Fréttir 30. mars 2015

Stöðvuðu þurrkaðan krókódílshaus og andablóð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þurrkaður krókódílshaus, einn og hálfur lítri af andablóði og tugir hrárra eggja voru meðal þess sem íslenskir tollverðir stöðvuðu á landamærum á síðasta ári, 2014.  Andablóðið var sagt ætlað til súpugerðar. Innflutningur hrárra dýraafurða er bannaður sem kunnugt er.

Á heimasíðu segir að krókódílshausinn falli undir svokallaðan CITES samning um alþjóðaverslun með plöntur og dýr í útrýmingarhættu. Sá sem ferðaðist með hann framvísaði fölsuðu CITES vottorði frá Tælandi, þ.e.fölsuðu leyfi til útflutnings á hausnum.

Mark­mið CITES  samn­ings­ins er að vernda teg­und­ir dýra og plantna sem eru í út­rým­ing­ar­hættu með því að stjórna alþjóðleg­um viðskipt­um með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES samn­ingn­um Toll­stjóri bend­ir á að flutn­ing­ur dýra og plantna, sem flokkuð eru í út­rým­ing­ar­hættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfi­leg­ur nema að fengnu leyfi hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Á þetta er bent, þar sem brögð eru að því að stöðva þurfi send­ing­ar í tollaf­greiðslu, sem inni­halda afurðir dýra sem eru á vál­ista eins og ofangreint dæmi ber með sér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...