Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stöðugur vöxtur í innflutningi landbúnaðarvara
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 28. október 2025

Stöðugur vöxtur í innflutningi landbúnaðarvara

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Árið 2024 voru fluttar inn landbúnaðarvörur fyrir tæplega 150 milljarða króna sem er aukning um rétt innan við 70 milljarða á sex árum en árið 2019 var innflutningur á landbúnaðarvörum um 80 milljarðar króna.

Innflutningur á landbúnaðarvörum samkvæmt tollskrárflokkum nær yfir mjög breitt svið. Þannig eru óunnar dýraafurðir gjarnan flokkaðar sérstaklega svo sem kjöt, mjólkurafurðir og egg. En undir óunnar jurtaafurðir fellur meðal annars grænmeti, ávextir, kaffi, kornvörur og plöntur. Ef við skoðum skiptingu á innflutningi landbúnaðarvara eftir helstu flokka tollskrár fyrir árið 2024, þá var um 5% innflutningsverðmætis sem var skilgreint undir dýraríki og 19% sem féll undir jurtaríki. Verðmæti innflutnings sem skilgreint er undir ýmsar olíur og feiti sem tilheyrir landbúnaðarafurðum var um 19% fyrir árið 2024 en langstærsti hluti þess verðmætis sem flutt var inn árið 2024 flokkast sem unnin matvæli eða 67%. Unnin matvæli ná meðal annars yfir unnar kjöt- og grænmetisvörur en einnig drykkjarvörur, brauðmeti, sælgæti og fóðurvörur.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur landbúnaðarvara aukist í öllum flokkum á síðastliðnum sex árum sem má rekja til fjölmargra þátta, svo sem íbúafjölgun og fjölgun ferðamanna. En þá hefur einnig orðið aukning á innflutningi sem og verðhækkanir á ýmsum afurðum sem falla undir unnin matvæli, til dæmis fóðurvörur og olíur og feiti sem notaðar eru til framleiðslu á ýmsum landbúnaðarvörum.

En það eru fleiri ástæður fyrir auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum, svo sem lægri tollar og aukning á tollfrjálsum kvótum sem gerir innlendum landbúnaðarframleiðendum stöðugt erfiðara að keppa við innflutning á ódýrari landbúnaðarvörum.

Það er hins vegar gagnlegt að greina hvernig verðmæti innflutnings á landbúnaðarvörum hefur þróast þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingum milli ára. Ef horft er til tímabilsins frá 2019 til 2024 má sjá mestan viðsnúning í hækkun afurða sem falla undir feiti og olíur, án þess þó að um merkjanlegar magnbreytingar sé að ræða. Mest var hækkunin frá árinu 2022 til 2023 eða 143%. Innflutningsverðmæti á unnum matvælum dróst saman árið 2021 í kjölfar Covid-faraldurs en hefur aukist stöðugt frá árinu 2022. Þannig hefur innflutningsverðmæti á unnum matvælum aukist um 40% frá árinu 2019 til ársins 2024 þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Innflutningur á óunnum dýraafurðum minnkaði lítillega milli áranna 2019 og 2020 sem og frá 2023 til ársins 2024 en yfir tímabilið frá 2019 til 2024 hefur verðmæti innflutnings á óunnum dýraafurðum hækkað um 36% þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Minnsta aukningin í verðmæti innflutnings hefur orðið i flokknum óunnar jurtaafurðir en frá árinu 2019 til ársins 2024, eða 10% þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Heimild: Hagstofa Íslands. Verðmæti er á verðlagi ársins 2024 m.v. vísitölu neysluverðs

Það vekur óneitanlega upp vangaveltur hvort það sé skynsamleg vegferð að verja stöðugt auknum fjármunum í innflutning á landbúnaðarafurðum. Ljóst er að með því er jafnframt verið að vega að samkeppnishæfni innlendra landbúnaðarframleiðenda og oft gerðar minni kröfur til gæða þegar erlendar vörur eru valdar fram yfir innlendar afurðir.

Þannig skýtur það skökku við þegar grænmeti er til að mynda flutt inn um langan veg þegar hægt er að fá ferskar grænmetisafurðir frá innlendum framleiðendum. Þá er alls ekki um það að ræða að grænmetið sé einungis flutt inn sem óunnin jurtaafurð heldur er stór hluti innflutnings sem grænmetisbændur keppa við sem fellur undir unnin matvæli þar sem neytendur þurfa að vera vel á varðbergi þegar kemur að innihaldslýsingum.

Sem dæmi þá voru fluttar inn ferskar kartöflur fyrir tæplega hálfan milljarð árið 2024 sem flokkaðar voru sem óunnar jurtaafurðir en fyrir sama tímabil, þ.e. árið 2024, voru fluttar inn kartöflur fyrir um 1,3 milljarða króna sem féllu undir flokkinn unnin matvæli en það voru bæði frystar og ófrystar kartöflur, oftast sneiddar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f