Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að huga að eigin vellíðan nú sem endranær. Honum tekst nefnilega að láta sjálfan sig sitja svolítið á hakanum, en ætti að staldra við og setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Með það í huga er góður tími nýrra hugmynda og stefnu. Ef vatnsberinn kynnir öðrum sjónarmið sín mun vel fara. Happatölur 1, 55, 15.

Fiskurinn finnur fyrir mikilli tilfinningalegri tengingu við nánasta umhverfi sitt þessa dagana. Nú er gott að skoða gagnrýnið eigin hugsanir og tilfinningar, en líka að deila þeim með öðrum. Ef fiskurinn tekur þá ákvörðun, að opna hjarta sitt, er líka mikilvægt að hann hlúi að sjálfum sér í miðju tilfinningaflæðinu. Happatölur 44, 2,11.

Hrúturinn verður á fullu þessar vikurnar, með metnað og framtíðarsýn í huga. Það er góður tími til að nýta þessa orku til að taka stórar ákvarðanir eða byrja á nýjum verkefnum. Hins vegar ætti hrúturinn að fara ekki fram úr sér því of mikill eldmóður getur leitt til þess að allt fari til fjandans. Happatölur 8, 18, 6.

Nautið ætti að taka smá tíma til að hvíla sig og endurnýja orkuna, jafnvel þótt það hafi verið duglegt við þá iðju frá sumri. Það þarf að muna að ekkert er mikilvægara en að halda dampi þegar kemur að því að hlúa að sjálfum sér og safna styrk til að að takast á við hvers kyns áskoranir. Happatölur 24, 12, 31.

Tvíburinn er að ganga inn í spennandi tímabil og getur átt von á nýrri tengslamyndun eða áhugaverðum samtölum. Það verður tvíburanum til góðs að víkka sjóndeildarhringinn, en hann þarf að gæta þess að láta ekki hugmyndir sínar og áætlanir fara of mikið á flug. Happatölur 67, 66, 61.

Krabbinn þarf að huga að heimilislífinu, bæði fólki og andrúmsloftinu yfir höfuð. Leysa þær gremjur og óróa sem leynist undir niðri. Á næstunni er nefnilega mikilvægt fyrir krabbann að skapa umhverfi þar sem hann getur hvílt sig og endurheimt orku, auk þess er gott hafa í huga að ef hann er rór í hjarta verða samskipti við ástvini betri. Happatölur 18, 21, 32.

Ljónið verður óvænt eitt með sjálfu sér og þarf að takast á við verkefni sem það taldi lokið. Það er mikilvægt að það nýti þennan tíma til að opna ef til vill fyrir þann möguleika að það eru fleiri til í heiminum sem þarf að hlusta á. Ljónið ætti að passa sig á að vera ekki of stjórnsamt – samvinna er lykillinn að árangri. Happatölur 15, 25, 13.

Meyjan mun finna fyrir aukinni ábyrgðartilfinningu á næstunni og þarf að gæta þess að taka ekki of mikið á sig. Það er mikilvægt að hún hvíli sig reglulega og útbýti verkefnum á aðra. Þegar meyjan treystir á eigið innsæi og tekur skref í átt að sínum markmiðum, getur hún náð miklum árangri. Happatölur 14, 23, 21.

Vogin mun finna fyrir þörf fyrir jafnvægi á næstunni, hvort sem það er í lífinu almennt eða í samskiptum sérstaklega. Henni er ráðlagt að hlusta á eigin tilfinningar og finna einhvers konar miðpunkt þar sem hún getur verið bæði sjálfstæð en þó með sitt á hreinu. Vogin þarf einnig að muna að hún er öllum kær. Happatölur 4, 17, 18.

Sporðdrekinn ætti að nýta orku sína til að vinna að nýjum markmiðum eða skoða náin sambönd betur. Ef hann treystir eigin innsæi og leyfir sér að vera opinn, getur hann dýpkað tengsl við þá sem honum eru kærastir. Þetta er góður tími til að endurnýja og styrkja persónuleg sambönd. Happatölur 87, 62, 66.

Bogmaðurinn finnur fyrir óvæntu hugsanafrelsi þessa dagana ef svo má segja og langar að kanna nýja möguleika. Þetta er akkúrat tíminn til að prófa eitthvað nýtt, en þó mikilvægt að gleyma ekki að bera þarf ábyrgð á því sem er í gangi. Þegar bogmaðurinn finnur jafnvægið munu draumar hans rætast. Happatölur 12, 41, 88.

Steingeitin er undir miklu álagi þessa dagana, en hún er eitt hæfasta merkið til að takast á við þess háttar hnökra. Hún má þó ekki gleyma hve mikilvægt er að forgangsraða verkefnum og að hvíld er gulls ígildi. Að halda sig við setta áætlun og gefa sér tíma til að endurnýja orkuna verður steingeitinni vel í hag. Happatölur 10, 11, 3.

Skylt efni: stjörnuspá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...