Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af sterku innsæi. Tækifæri til samvinnu eða nánari tengslamyndunar spretta upp og hann ætti að fylgja hjartanu. Fjármálin verða stöðugri, vinátta dýpkar og einhver úr fortíðinni gæti haft áhrif. Happatölur 7, 13, 21
Fiskarnir þurfa að sleppa tökum á því sem heldur aftur af þeim. Ef vel er að staðið að hlutunum geta opnast nýjar dyr, sérstaklega þegar kemur að sjálfstæðum verkefnum. Draumar og innsæi leiða þá á rétta braut og því um að gera að nærast andlega og gæta vel að sálarlífinu. Happatölur 3, 12, 27
Hrúturinn er fullur af orku og tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir. Metnaður kviknar í kringum nýtt verkefni þar sem samvinna skiptir öllu máli og hrúturinn þarf að hlusta virkilega vel á aðra. Í ástinni gætu óvæntar vendingar átt sér stað en hrúturinn ætti að treysta eigin dómgreind og halda fókus. Happatölur 9, 18, 30
Nautið sækist eftir stöðugleika og öryggi, bæði heimavið og í fjármálunum. Næstu vikurnar mun það standa frammi fyrir tækifæri til að vaxa - með því þó að stíga út fyrir þægindarammann sem flestum nautum er ekki jákvæð tilhugsun. Þolinmæði er lykilatriðið núna og nautið má vera visst um að tíminn vinnur með því. Happatölur 6, 14, 25
Tvíburinn er skarpur í hugsun þessa dagana og blómstrar í samskiptum. Þetta er því frábær tími til að hrinda hugmyndum í framkvæmd eða hefja samtal sem hefur beðið. Tvíburinn þarf að gera sér grein fyrir að orð hans hafa oft meiri áhrif en hann gerir sér grein fyrir og því um að gera að vera skýr og í jafnvægi. Happatölur 5, 17, 23
Krabbinn hefur verið að hræra svolítið í eigin tilfinningum og gamlar minningar sækja að. Í kjölfarið finnur hann þörf fyrir að opna hjarta sitt og leyfa örlagadísunum að veifa sprota sínum. Óvænt tenging gæti kviknað í ástarlífinu og þá ætti krabbinn að hlusta á hjartað – það þekkir leiðina. Happatölur 2, 16, 29
Ljónið stendur í sviðsljósinu sem aldrei fyrr og fær sérstaka athygli fyrir verkefni sem hann hefur lengi unnið að. Lífsgleðin blómstrar, en ljónið þarf að passa að hlusta á aðra og að halda jafnvægi á öllum vígstöðvum til að rekast ekki á vegg. Í ástarmálum gætu óvæntir neistar kviknað. Happatölur 1, 11, 26
Meyjan finnur, öllum að óvörum, þörf fyrir skipulag og hreinsun heimavið. Nú er einnig góður tími til að endurskoða venjur og setja heilbrigð mörk þar sem meyjan þarf að treysta innsæinu sínu. Smáatriðin skipta máli, en hún verður samt að gæta þess að festast ekki í einhverri smámunasemi...þó hún eigi það nú til stundum. Happatölur 4, 15, 21
Vogin leitar jafnvægis en fljótlega mun hún standa frammi fyrir vali sem krefst innri hreinskilni. Nú reynir á sjálfsvirðingu hennar og getu til að setja eigin þarfir í forgang. Ástarsambönd eru þarna hátt á baugi, en þau dýpka ef traust og virðing er til staðar. Vogin á auðvelt með að heilla aðra – en þarf að muna hvað hún vill sjálf. Happatölur 7, 13, 28
Sporðdrekinn finnur fyrir sterkri orku umbreytinga. Allt í einu finnur hann að gamlar aðstæður eða tengsl sem ekki þjóna honum lengur hverfa af sjálfu sér. Innra með sér þarf hann þó hugrekki til að sleppa - og treysta nýjum kafla í lífinu, en sannleikurinn mun leiða hann áfram. Dýpt og nánd í samböndum eykst. Happatölur 8, 19, 24
Bogmaðurinn finnur frelsisþrána blossa upp og ÞARF að brjótast út úr rútínunni. Eitthvað óvænt verður til þess að stefna til hins betra verður að veruleika og einstakt tækifæri verður á vegi hans. Bogmaðurinn þarf þó að muna að orðum fylgir vald og hann á að þora að fylgja köllun sinn. Happatölur 10, 20, 31
Steingeitin sér fyrir sér að vinna að langtímamarkmiðum með þrautseigju – auk þess sem nú er góður tími til að endurskipuleggja og styrkja þann grunn sem hún býr að. Fjármál og starfsferill taka jákvæðan snúning en þó steingeitin klifri hátt þarf hún líka að muna að næra hjartað. Happatölur 5, 22, 33
