Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Fjármál vatnsberans verða stöðugri en áður ef hann heldur áfram að fylgja þeirri áætlun sem þegar hefur verið ákveðin. Honum er ráðlagt að taka ekki óráðin skref eða stórar ákvarðanir án þess að skoða allar hliðar. Tækifæri til aukatekna skal grípa hið snarasta. Happatölur 30, 44, 23.

Fiskarnir þarf að taka nokkur varfærin skref hvað varða starfsframann, en víða eru merki um ný tækifæri sem krefjast hugrekkis og sveigjanleika.Þeim er ráðlagt að taka skrefin varlega en ákveðið og treysta innsæi sínu frekar en rökhugsun. Nýir samstarfsaðilar eða persónur í daglegu lífi fiskanna veita nýja sýn á framtíðina sem taka þarf eftir. Happatölur 19, 17, 6.

Hrúturinn finnur nýjan kraft innra með sér, eitthvað sem hefur lengi kraumað undir niðri en er nú reiðubúið að brjótast fram. Honum er ráðlagt að virkja þennan kraft í að takast á við eitthvað krefjandi og treysta innsæinu. Hrútar blómstra þegar þeir fá að fylgja hjartanu og láta til skarar skríða þannig öll hjartans mál er gott að takast á við um þessar mundir. Happatölur 8, 9, 15.

Nautið hefur meiri orku en það hefur haft síðustu vikur. Nú er góður tími til að bæta líkamlega heilsu, byrja á nýrri hreyfingu eða bæta mataræðið – eitthvað sem hið værukæra naut ætti að íhuga vandlega, amk. fyrir bikiniseasonið. Hugsa vel um heildarvelferðina sína – bæði þá líkamlegu sem og andlegu – og finna ró í daglegu lífi. Happatölur 8, 16, 22.

Fjármál tvíburans eru í góðum farvegi, og kjörinn tími til að athuga hvaða reikningar gefa henni nú hávaxtatekjur. Það er ekki úr vegi að gera sér ferð í bankann og fræðast um hvort eitthvað mætti betur fara. Einnig er gott að hugsa langt fram í tímann þegar kemur að fjárhagsáætlunum og fjárfestingum. Happatölur 38, 22, 41.

Krabbinn þarf enn og aftur að huga að jafnvægi milli vinnu og hvíldar þó bæði líkamleg og andleg heilsa séu á réttri braut. Gott matarræði er hér meginundirstaða en forðast skal þó ofát. Hvíld er góð, en ekki lengur en þar til sólin fer að skína. Krabbinn hefur ekki gott af því að sökkva sér ofan í vinnu, en þarf þó að vera skilvirkari við að ljúka verkefnum. Áfram nú. Happatölur 4, 14, 74.

Ljónið má vera ánægt með að fjármál þess eru í góðum farvegi, en þarf að passa að vera ekki of áfjáð í að eyða í hvað sem er. Einhver lukka er í loftinu á næstu dögum sem veitir ljóninu meðbyr þegar áframhaldandi vöxtur gróða hans á í hlut. Með varkárni getur gróðinn aukist svo um munar og verið ljóninu vænn biti þegar illa árar. Happatölur 67, 87, 33.

Meyjan ætti að nýta næstu vikur til þess að bæta sjálfa sig ef svo má segja. Þetta er góður tími til að taka skref í átt til þeirrar persónu sem hún vill vera. Læknisheimsóknir eru góð hugmynd, bara til að fara yfir stöðuna, sálfræðitímar og jafnvel ferð á snyrtistofur líka. Gott útlit er gulli betra sagði karlinn, því ef maður er ánægður með sjálfan sig rýkur sjálfstraustið upp. Happatölur 1, 11, 71.

Vogin er að upplifa ástina á nýjan hátt en áður. Dýpri vináttu, meira traust og sterkari tilfinningar er hringiðan sem hún nýtur um þessar mundir. Áframhaldandi opinská samtöl og áætlanir fyrir framtíðina eru í forgrunni hvort sem um ræðir ástvini eða fjölskyldu. Fyrir einhleypar vogir er nú tími til að leggja hjarta sitt á borðið og segja gjörið svo vel. Happatölur 5, 45, 66.

Sporðdrekinn getur farið að vinna að háleitari markmiðum þegar ró hefur færst yfir núverandi ástand. En hver eru markmiðin? Hverjir eru draumar sporðdrekans og þrár? Í atvinnulífinu er þetta góður tími til að opna fyrir ný verkefni eða leita nýrra miða. Ef vilji er til að taka örlitla áhættu þá er nú rétti tíminn til að taka framtíðarákvarðanir. Happatölur 6, 16, 17.

Bogmaðurinn er á stöðugri uppleið þegar kemur að því að þroskast sem manneskja. Hann ætti að skoða vel lífsgildi sín og hvernig hann geti bætt sjálfan sig, en ný markmið í þeim efnum ýta undir aukið sjálfstæði. Bogmaðurinn á einnig eftir að finna fyrir ástríðufullum hræringum sem munu koma honum skemmtilega á óvart. Happatölur 78, 35, 22.

Heilsa steingeitarinnar virðist nú í góðu jafnvægi, en hún þarf þó að passa að taka sér reglulega hvíld. Álagið leynist víða og þó steingeitin virðist með frekar góða yfirsýn miðað við marga þá fer ýmislegt fram hjá henni sem hún svo tekur inn á sig. Því verður hún að breyta því sem manneskja þá er eðlilegt að vita ekki allt eða taka ekki eftir öllu. Muna það. Happatölur 1, 2, 3.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...