Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur í nógu að snúast nú í byrjun árs og þarf að gæta þess að fara ekki fram úr sér. Ástarmálin eru í blóma og aðdáendur fleiri en hann grunar. Hann þarf að þora að láta vaða. Vera öruggur með sig og ganga fram af fullum krafti í öllum málefnum. Happatölur 5, 12, 32.

Fiskurinn stígur léttum fæti á grund nýs árs. Hann hefur þurft að velta fyrir sér ýmsum málum undanfarið og er ánægður með niðurstöður þeirra ákvarðana sem hann átti hlutdeild að. Frelsi, bæði fjárhagslegt og andlegt, er í kortunum og þó einhverjar breytingar verði eru þær af hinu góða. Happatölur 8, 23, 43.

Hrúturinn hefur velt lífinu fyrir sér af þunga síðastliðnar vikur og áttað sig á því að það er til lítils að leyfa sjálfinu að liggja undir skemmdum. Hann hefur orðið fyrir missi í einum skilningi eða öðrum og ætti að setja í forgang þann munað að lifa. Af öllu hjarta. Happatölur 15, 21, 78.

Nautið þarf að gera upp við sig fortíð og framtíð og æfa sig í að stíga föstum fótum til jarðar. Það má vera óhrætt við að telja líf sitt á góðri leið og jafnvel taka nokkur skref út fyrir þægindarammann, þau munu verða til jákvæðra breytinga. Enda er nú ár breytinga. Ástarmálin munu ganga vel með opnum hug og áræðni. Happatölur 16, 6, 72.

Tvíburinn er íhugull og rólegur. Hann hefur séð fyrir sér að gera betur á nýju ári og rækta það sem honum er kærast. Með síðustu tölum (8%) um framkvæmdir fyrirhugaðra áramótaheita – sjá bls. 37 í síðasta blaði – er þó rétt að taka færri ákvarðanir og fara sér hægt ef heitin eiga að haldast. Velja vel. Happatölur 8, 61, 23.

Krabbinn stefnir nú í átt algerrar óvissu sem er alls ekki neikvæð. Breyting verður á lífi hans sem hann ætti að veita í farveg alls hins góða sem til er. Njóta sín eins og nýútsprungin rós og opna blöð sín til sólar. Með því mun kærleikur og friður umlykja veröld hans. Happatölur 3, 14, 52.

Ljónið þarf að hlúa að sínum nánustu. Það hefur um þessar mundir tekið ákveðin skref í burt frá þeim sem vanalega standa því næst og þarf að velta ýmsu fyrir sér. Málin eru þó ekki eins flókin og ljónið telur, en hrein og bein samskipti þurfa að vera ofar á baugi. Óvænt lukka er í kortunum. Happatölur 5, 15, 35.

Meyjan finnur hvernig henni vaxa vængir þessa dagana. Henni er ekkert ómögulegt og stígur hvert skrefið í átt að betri veröld, bæði innan með sér og utan. Meyjan þarf að gæta vel að heilsunni en einhver veðrabrigði geta orðið í þeim efnum. Mælt er með aukinni vítamíninntöku og að klæða sig vel. Happatölur 3, 44, 26.

Vogin sér sæng sína uppreidda á nýju ári. Nú ætlar hún að sigra heiminn og í rauninni eru hennir allir vegir færir. Með útsjónarsemi og aðstoð sem hún þarf að þiggja kemst hún langt, en þarf að gæta sín á að halda ekki of fast um stjórnartaumana. Öðrum er treystandi. Happatölur 26, 9, 61.

Sporðdrekinn finnur fyrir auknum eldmóði í hjartanu og vill óður og uppvægur framkvæma allt sem honum kemur í hug. Hann mætti setja sínar djörfustu hugmyndir á blað og taka svo stöðuna hvort þær séu gerlegar. Það getur nefninlega vel verið. Happatölur 21, 13, 86.

Bogmaðurinn mun varla þverfóta fyrir aðdáendum á næstu vikum. Bæði þeim sem ræna hjarta hans svo og þeim sem dást að hæfileikum hans í faglegri málefnum. Það skemmtilega er að bogmaðurinn á aðdáun svo sannarlega skilið og skal því njóta hennar vel. Happatölur 98, 70, 17.

Steingeitin er eitthvað lítil í sér um þessar mundir. Fólkið hennar finnst hún fjarlæg og hún upplifir sig í lausu lofti. Hún má þó treysta því að þessar tilfinningar eiga þó ekki við rök að styðjast og fyrr en varir skín sólin að nýju. Happatölur 34, 13, 15.

Skylt efni: stjörnuspá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f