Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu
Fréttir 2. febrúar 2017

Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hæstiréttur Íslands hefur útskurða að íslenska ríkinu beri að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 40 milljónir króna auk vaxta. Stefnda ber einnig að greiða stefnanda 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Í málinu krafðist Stjörnugrís hf. endurgreiðslu búnaðargjalds sem fyrirtækið greiddi á árunum 2010 til 2014, en fyrir lá að gjaldinu var ráðstafað til Svínaræktarfélags Íslands, Bjargráðasjóðs, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Kjalarnesþings.

Í úrskurði Hæstaréttar segir að Stjörnugrís hf. reisi  kröfu sína á því að álagning og innheimta gjaldsins samkvæmt lögum nr. 84/1997 um búnaðargjald væri ólögmæt hvað hann varðaði, auk þess sem gjaldtakan stangaðist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og skattlagningu og bryti í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Dómsorð
Samkvæmt dómsorði ber stefnda, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Stjörnugrís hf., 38.974.412 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 3.073.734 krónum frá 30. desember 2010 til 1. desember 2011, af 8.949.513 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2012, af 16.340.630 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2012, af 24.686.218 krónum frá þeim degi til 28. desember 2012, af 28.859.015 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2013, af 33.361.101 krónu frá þeim degi til 30. desember 2013, af 35.612.136 krónum frá þeim degi til 26. nóvember 2014 og af 38.974.412 krónum frá þeim degi til 18. desember 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 38.974.412 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Sjá dóm Hæstaréttar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f