Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Höfundur: smh

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kynntur í gær. Í kaflanum um landbúnað er kveðið á um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Efla á stuðning við innlenda grænmetisframleiðslu með niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og sérstakan stuðning við útiræktun í gegnum búvörusamninga.

Leggja á tillögu um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins, þar verður byggt á grunni vinnu verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu „Ræktum Ísland“.

Tryggja fæðuöryggi og auka matvælaöryggi

Auka á hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla með metnaðarfullum markmiðum, til að treysta fæðuöryggi en einnig á að auknu matvælaöryggi og heilnæmi matvara með öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Það muni viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Í sáttmálunum kemur fram að tryggja þurfi framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Þá er þar skýrt ákvæði um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi, með því efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Endurskoðun búvörusamninga er næst fyrirhuguð á árinu 2023.

Stefnt er að því að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.

Aukin grænmetisframleiðsla og áætlun fyrir lífræna ræktun

Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Móta á heildstæða, tímasetta aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.

Í sáttmálanum er lögð áhersla á að efla þurfi landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun.

Ljúka á við endurskoðun viðskiptasamnings við Evrópusambandið um landbúnaðarafurðir á kjörtímabilinu og efla á skilvirkni og afköst við tollaeftirlit, með innleiðingu starfrænna lausna.

Endurskoða á opinbert matvælaeftirlit

Fyrirhuguð er endurskipulagning á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi, en markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings. Fram kemur að huga þurfi einnig sérstaklega að regluverki í kringum matvælaframleiðslu svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.  

Loks er lögð áhersla á að mikilvægt sé að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...