Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórn BÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar
Fréttir 3. ágúst 2017

Stjórn BÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar

Stjórn BÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar í landinu og þeim miklu afurðaverðslækkunum sem virðast vera í farvatninu. Yfirlýsingin er birt hér í heild sinni:

Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu. Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum.

Ljóst er að sauðfjárbændur munu eiga í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar. Í boðuðum lækkunum felst meira en þriðjungs tekjuskerðing samhliða hærri fjármagnskostnaði sökum dráttar á greiðslum. Verði lækkunin öll að veruleika setur hún afurðaverðið aftur á þann stað sem það var fyrir áratug sem er ekkert minna en stórfelld kjaraskerðing. Á sama tíma hefur hagur neytenda batnað verulega því sá sem keypti lambakjöt fyrir andvirði klukkustundar vinnu árið 2008 er nú aðeins 37 mínútur að vinna fyrir sama magni.

Stjórn BÍ hvetur félagsmenn til að ræða strax við sína birgja og viðskiptabanka um þessa alvarlegu stöðu og leita með þeim lausna. Bændasamtökin munu veita allan þann stuðning sem þeim er fært í þeirri baráttu.

Rætt hefur verið við stjórnvöld um mögulegar aðgerðir til að draga úr framleiðslu til lengri tíma litið. Vonir standa til þess að þar náist niðurstaða, en hún tekur ekki á þeim bráðavanda sem uppi er. Stjórn BÍ telur skynsamlegast að taka á honum með sambærilegum aðferðum og tíðkast í samanburðarlöndum okkar í samskonar tilvikum þar sem gripið er inn í markaðinn ef aðstæður sem þessar koma upp.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...