Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB
Fréttir 2. október 2015

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi:

Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla. Í samningnum felast vissulega tækifæri fyrir íslenskan landbúnað en hitt er jafnljóst að samkeppnisstaða bænda mun í mörgum tilvikum versna.

Ekki verður séð að stjórnvöld hafi gert neina skipulega athugun á líklegum áhrifum samningsins, svo sem á samkeppnisstöðu einstakra búgreina, afurðastöðva, annarra úrvinnslufyrirtækja eða matvælaiðnaðar yfirleitt. Meta hefði þurft áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Öllu þessu tengjast störf og afkoma - ekki bara bænda heldur líka verkafólks í úrvinnslugreinum.

Í ljósi þessarar niðurstöðu er það krafa stjórnar Bændasamtakanna að viðræðum um búvörusamninga verið hraðað. Þeim þarf að ljúka á næstu vikum og þar þarf að taka mið af þeim nýja veruleika sem samningurinn hefur í för með sér. Stjórnin telur að stjórnvöld eigi ekki að staðfesta samninginn við ESB fyrr en að nýir búvörusamningar liggja fyrir. Eðlilegt er að þessi mál séu rædd samhliða og komi til afgreiðslu Alþingis á sama tíma.
 

/ Samþykkt á fundi stjórnar 1. október 2015

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...