Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stílhreint dömuvesti
Hannyrðahornið 5. mars 2021

Stílhreint dömuvesti

Höfundur: Handverkskúnst

Vesti eru svo vinsæl núna, prjónuð í ýmsum grófleikum. Þetta fallega vesti er fljótprjónað úr DROPS Snow eða Drops Wish.

DROPS Design: Mynstur ee-705

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)

Yfirvídd: 84 (94) 102 (110) 124 (134) cm

Garn: (fæst í Handverkskúnst)

DROPS SNOW: (400) 450 (500) 550 (550) 650 g eða
DROPS WISH: 300 (350) 400 (400) 400 (500) g

Prjónfesta: 11L x 15 umf í sléttu prjóni = 10x10 cm.

Prjónar: Hringprjónar 40 og 80 cm nr 7, 60-80 cm nr 8

ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 14) = 7,6. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman.

VESTI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi.
Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka. Að lokum er prjónaður stroffkantur í kringum báða handvegi og í kringum hálsmál.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 106 (120) 128 (138) 156 (170) lykkjur á hringprjóna 7 með Snow eða Wish. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 14 (14) 14 (16) 16 (16) cm.

Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14 (16) 16 (18) 20 (22) lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 92 (104) 112 (120) 136 (148) lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið slétt prjón hringinn. Þegar stykkið mælist 28 (29) 30 (31) 32 (33) cm, fellið af fyrir handvegi. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3 lykkjur, prjónið 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur slétt, fellið af 6 lykkjur, prjónið 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur slétt og fellið af þær 3 lykkjur sem eftir eru. Klippið frá. Framstykkið og bakstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI: = 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og til baka og fellið af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0 (0) 0 (0) 0 (1) sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (2) 3 (3) sinnum og 1 lykkju 2 (2) 2 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 36 (38) 38 (40) 42 (42) lykkjur. Þegar stykkið mælist 49 (51) 53 (55) 57 (59) cm, fellið af miðju 20 (20) 20 (22) 22 (22) lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið slétt prjón og fellið af 1 lykkju í næstu umferð við hálsmál = 7 (8) 8 (8) 9 (9) lykkjur eftir á öxl.

Prjónið áfram þar til bakstykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI: = 40 (46) 50 (54) 62 (68) lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og til baka og fellið af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0 (0) 0 (0) 0 (1) sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (2) 3 (3) sinnum og 1 lykkja 2 (2) 2 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 36 (38) 38 (40) 42 (42) lykkjur. Þegar stykkið mælist 41 (42) 44 (45) 47 (48) cm, setjið miðju 8 (8) 8 (10) 10 (10) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið slétt prjón og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverir umferð við hálsmál þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 7 (8) 8 (8) 9 (9) lykkjur eftir á öxl.

Prjónið áfram þar til framstykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma innan við affellingarkantinn.
KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið í hlið neðst í handvegi og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju, ca 52 (56) 58 (60) 62 (64) lykkjur í kringum handveg á stuttan hringprjón 7 með Snow/Wish (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2).

Prjónið stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið kant í kringum hinn handveginn alveg eins.

KANTUR Í HÁLSI: Byrjið mitt á annarri öxlinni og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju, ca 52 (56) 58 (60) 62 (64) lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 7 með Snow/Wish (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2).

Prjónið stroff hringinn (= 1L sl, 1L br) alls 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...