Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Mynd / Sigurgeir Sigurgeirsson
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirskir bændur eru að byggja við Ytra-Laugaland.

Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit, segir verkið vera nánast á áætlun. Byggingarefnið, sem sé forsniðið límtré og yleiningar tafðist aðeins, en eigi að skila sér á næstu tveimur vikum. Það komi ekki að sök, því þá gefist færi á að koma vélbúnaðinum fyrir sem berist á næstu dögum. Ef allt gengur eftir gerir Hermann ráð fyrir að hægt verði að ræsa búnaðinn í lok september. Það sé í tæka tíð fyrir þreskingu, sem tefst vegna kulda í vor.

„Það eru helvíti öflugir menn og konur með okkur og við vinnum hérna dag og nótt og erum í heyskap í dauða tímanum þar á milli,“ segir Hermann, en stærstur hluti verksins sé unninn af bændunum sem eiga kornþurrkstöðina. Vinir og ættingjar séu kallaðir til og segir Hermann að þetta sé félagslegt verkefni eins og tíðkaðist áður. „Ég myndi segja að þetta séu fimmtán manns sem eru í reglulegri vinnu. Svo hefur þetta farið upp í töluvert fleiri á góðum dögum, þannig að það er oft hasar.“

Það sem liggi fyrir á allra næstu dögum á meðan beðið sé eftir frekari aðföngum séu ýmis minni verk í kringum húsið, eins og að leggja dren, keyra möl og jafna plön. Norðurorka sé jafnframt að vinna við að tengja afkastamikla heitavatnslögn til og frá stöðinni. Þá eigi eftir að steypa undirstöður fyrir þurrkarann, sem verður að hluta til utan við bygginguna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...