Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð var við byggingu Þverárréttar við lokaverkefni sitt í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Réttin byrjaði að brotna mjög fljótlega niður eftir byggingu og segir Úlfheiður hana núna nánast að hruni komna. Upphaflega ætlaði hún að finna arðbærar lausnir til úrbóta á fjárréttinni, enda séu þessi mannvirki mikilvægur hluti af menningararfi Íslands, en ekki gafst tími til þess.

Veggirnir í Þverárrétt í Borgarfirði byrjuðu að brotna niður fljótlega eftir byggingu.
Myndir / Aðsendar
Portlandsement frá Akranesi

Þverárrétt var reist árið 1960, sem var á upphafsárum Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Þar var framleitt portlandsement miðað við þær kröfur sem voru í Danmörku á þeim tíma en engin reynsla af endingu þess í íslensku umhverfi.

Stór hluti verkefnisins var gagnaöflun þar sem rætt var við menn sem höfðu tekið þátt í byggingu réttarinnar á sínum tíma. Þá leitaði Úlfheiður jafnframt fanga í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Að auki voru tekin sýni og send til rannsókna. Réttin sé líklegast með steypu sem sé einkennandi fyrir þennan tíma, þótt blöndunarhlutföllin, fylliefnin og vinnuaðferðirnar hafi verið mismunandi.

Steypan líklega alkalívirk

Úlfheiði fannst vanta afgerandi svar við því hvers vegna niðurbrot steypunnar er eins mikið og það er. Það hafi komið í ljós að það var samspil margra þátta og ekki hægt að benda á einhvern einn sem afgerandi. Þá sé talið líklegt að steypan sé alkalívirk, en ekki hafi gefist færi á að senda sýni í nákvæma greiningu á því. Margt sé hægt að læra af rannsókninni, en hún sýni mikilvægi þess að velja gott fylliefni í steinsteypublöndu og hversu mikilvæg aðhlynning steypu sé eftir útlagningu hennar.

Úlfheiður útskrifaðist sem húsasmiður frá FVA árið 2018 og starfaði við þá iðn í Borgarfirði áður en hún hóf grunnnám í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Tekin voru sýni og send í greiningu. Þá tók Úlfheiður viðtöl við menn sem tóku þátt í byggingu fjárréttarinnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f