Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér má sjá alla leikara, leikstjórann og hvíslara. Efri röð frá vinstri: Juliane Liv Sörensen (hvíslari), Fanney Valsdóttir (Dot), Lúðvík Áskelsson (Tom), Eyrún Arna Ingólfsdóttir (Ellie), Gunnar Björn Guðmundsson (leikstjóri). Neðri röð frá vinstri: Jenný Dögg Heiðarsdóttir (Meg), Brynjar Helgason (Stephen), Þorkell Björn Ingvason (Bubba), Freysteinn Sverrisson (Rick) og Særún Elma Jakobsdóttir (Carol).
Hér má sjá alla leikara, leikstjórann og hvíslara. Efri röð frá vinstri: Juliane Liv Sörensen (hvíslari), Fanney Valsdóttir (Dot), Lúðvík Áskelsson (Tom), Eyrún Arna Ingólfsdóttir (Ellie), Gunnar Björn Guðmundsson (leikstjóri). Neðri röð frá vinstri: Jenný Dögg Heiðarsdóttir (Meg), Brynjar Helgason (Stephen), Þorkell Björn Ingvason (Bubba), Freysteinn Sverrisson (Rick) og Særún Elma Jakobsdóttir (Carol).
Menning 1. mars 2023

Stelpuhelgi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hörgdælir: Leikfélag Hörgdælinga frumsýnir nú 2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer – í höndum leikstjórans Gunnars Björns Guðmundssonar.

Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðar­ sonar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis

Áhorfendur kynnast vinkonunum Meg, Carol, Dot ásamt Ellie, dóttur Megs, sem hittast í bústaðnum hjá Dot yfir helgi (stelpuhelgi semsé) með það fyrir augum að skemmta sér til hins ýtrasta lausar við alla karlmenn. Þær vinkonur áætla að fá sér í tána, skiptast á sögum, drekka áfengi auk þess að fara mögulega yfir næstu bók í bókaklúbbnum. Vel gengur með áfengisneysluna – svo vel að þegar lækka fer í flöskunum hafa þær stöllur allar boðið til sín karlmanni, hver fyrir sig, þvert á hugmyndir gestgjafans.

Sýnt verður í félagsheimilinu Melum í Hörgárdal, frumsýningin 2. mars nk. og næstu sýningar eftir það verða föstu­ og laugardagana 3.­4. mars og svo 10.­11. mars. Vegna vinsælda var nýverið bætt við sýningum dagana 17.­18. mars. Miða er hægt að nálgast hjá miðasölu tix.is. og eru allar sýningar kl. 20.00.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...