Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 25. febrúar 2015

Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III

Höfundur: smh
Mikið óveður gekk yfir Suðurland á sunnudaginn síðastliðinn.  
 
Í óveðrinu á sunnudag hlupu gríðarlegar vindhviður yfir lönd bænda og sópuðu með sér öllu lauslegu. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, undir Eyjafjöllum, segir talsvert tjón hafa hlotist af veðrinu, meðal annars hafi 35 rúður í útihúsum í hlöðu, hesthúsi og fjósi splundrast í veðurofsanum. 
 
„Svo brotnuðu líka tíu rúður í tveimur bílum sem við maðurinn minn vorum á,“ segir Berglind. „Þá hrundu ljós niður í fjósinu og stór flekahurð við austurenda fóðurgangsins, 3,5 metrar á hæð og 3,5 m á breidd, lagðist hreinlega saman þrátt fyrir að við höfðum lagt ógnarstóran drumb upp að hurðinni og keyrt traktor að honum til að festa hann við hurðina. Hingað til okkar leituðu í skjól ferðamenn á bíl sínum, þar sem þrjár rúður voru brotnar og þeir komust hvorki lönd né strönd – en þeir höfðu líka meitt sig.“ 
Að sögn Berglindar stóð þetta óveður yfir meira og minna allan daginn og þau hafi í raun verið heppin að sleppa ómeidd frá því. Hviðurnar mældust nálægt 60 metra á sekúndu í Hvammi, sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá Núpi III. Berglind segir að þau séu vel tryggð og því ætti tjónið ekki að koma of illa fjárhagslega við þau.

8 myndir:

Skylt efni: óveður | tjón

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...