Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði
Fréttir 29. mars 2022

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðvikudaginn 30. mars verður haldið stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði á Hótel Natura í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13.00. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á bondi.is. Einnig verður streymt frá fundinum.

Fyrsti fundur í tengslum við málþing um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði var haldinn á fjarfundi. Þeir sem  mættu á fundinn voru Anna Kristín Daníelsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Sæmundur Sveinsson frá Matís, Þóroddur Sveinsson, Christian Schultze, Rósa Björk Jónsdóttir og Ísey Dísa Hávarðsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, frá RML, Karvel Karvelsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Vigdís Häsler, Höskuldur Sæmundsson og Unnsteinn Snorri Snorrason frá bændasamtökum Íslands.

Samráðsfundur um landbúnaðarrannsóknir

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir að fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan hafi Bændasamtökin staðið fyrir samráðsfundi um landbúnaðarrannsóknir. „Þáverandi framkvæmdastjóri, Sigurður Eyþórsson, kallaði saman helstu stofnanir og aðila á sviði landbúnaðarrannsókna ásamt fulltrúa fagráða í flestum búgreinum.

Í síðustu viku áttu BÍ og Matís fund um ýmis áhugaverð málefni og ræddu hugmyndir um að endurvekja þetta góða verkefni, jafnvel útvíkka efnistökin og blása til málþings miðvikudaginn 30. mars klukkan 13.00 í aðdraganda Búnaðarþings sem verður haldið dagana 31. mars og 1. apríl.“

Stutt erindi og lifandi umræður

„Fundurinn er hugsaður sem stefnumót þar sem öllum er boðið, ekki síst þeim sem starfa í matvælaframleiðslu, þar sem stofnanir og fyrirtæki munu flytja stutt erindi og svo verður opnað á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.

Stutt samantekt af fundinum verður síðan kynnt á Búnaðarþinginu og hópurinn sem að fundinum stendur mun síðan halda áfram að vinna saman að lausnum á þessu sviði. Að mínu mati er fundurinn gott tækifæri fyrir fræðslu og kynningu um framtíðarlausnir í landbúnaði þar sem slík umræða hefði ekki komist fyrir í annars þéttri dagskrá Búnaðarþings.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...