Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Mynd / Minjasafnið á Akureyri
Fréttir 9. desember 2020

Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gáseyri. Ætlunin er að byggja upp aðstöðu á svæðinu svo hægt verði að taka á móti gestum á minjastaðnum. Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu.

Skipulagssvæðið í heild er 33,6 hektarar að stærð og er að hluta til um að ræða friðlýst minjasvæði hins forna verslunarstaðar á Gáseyri. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að útbúa aðstöðuhús, kirkju, koma upp salernum, auk þess sem gert verður bílastæði og lagðir göngustígar um svæðið þannig að það verði aðgengilegra fyrir gesti og gangandi.

Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hörgársveitar til 21. desember næstkomandi en er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...