Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Fréttir 16. desember 2021

Stefnt að því að áburðarverksmiðja verði reist á Reyðarfirði

Höfundur: smh

Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.

Unnið er að hagkvæmnisathugun á því að slík verksmiðja verði reist í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands.

Rafeldsneyti og ammoníak

Hugmyndin er að með vetnisfram­leiðslu í orkugarð­inum verði hægt að búa til raf­eldsneyti með raf­grein­ingu, til dæmis amm­oníak – sem hægt verði að nýta til áburðar­fram­leiðslunnar.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor leiðir vinnuna við þróun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun, Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), Landsvirkjun og Fjarðabyggð.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor.

Hann segir að unnið sé að því að kanna hagkvæmni þess að þróa slíkan orkugarð – og samhliða slíka áburðarverksmiðju.

Orkuskipti og áburðarframleiðsla

„Í Orkugarði Austurlands er hugmyndin að þróa leiðir sem gagnast við orkuskipti á Íslandi, sem meðal annars felur í sér að framleiða vetni með rafgreiningu og þannig búa til rafeldsneyti, til dæmis ammoníak sem einnig getur nýst í áburðarframleiðslu.

Ef vel tekst til með verkefnið er von okkar að hægt verði að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota rafeldsneyti í þunga- og skipaflutninga sem og sjávarútveg.

Jafnframt er gert ráð fyrir því að nota hliðarafurðir sem verða til við vetnisframleiðslu í aðra starfsemi.

Þannig verður til súrefni sem getur nýst í landeldi og varmi sem getur nýst í upphitun húsa.

Eins og hefur komið fram opinberlega þá hefur verið samið um samstarf við íslensk fyrirtæki um þróun hugmynda í Orkugarði Austurlands, eins og Atmonia, Laxa og Síldar­vinnsluna,“ segir Magnús.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...