Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss
Fréttir 3. mars 2016

Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Á þessu stigi getum við ekki svarað því þó að við stefnum að því. Til þess að þetta sé möguleiki verður samstaða að ríkja meðal landeigenda en við erum landeigendur við  Seljalandsfoss ásamt með fjórum jörðum  við Seljaland.
 
Við Skóga eru þetta héraðsnefndirnar tvær, Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga, þannig að þar koma fimm sveitarfélög að málinu. Við þurfum líka að færa til og laga bílastæði við fossana, það er væntanlega forsenda þess að geta hafið gjaldtöku,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þegar hann var spurður hvort það ætti að fara að taka upp gjaldtöku á bílastæðunum fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss og Skógafoss, sem báðir eru staðsettir í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við fyrirtæki sem sérhæfa sig í búnaði varðandi gjaldtöku á bílastæðum,  salernum og þess háttar.  Við Seljalandsfoss hefur verið rætt um að gjaldtakan  verði hugsanlega í höndum heimamanna, þ.e. að landeigendur sjái um þennan þátt ferðaþjónustunnar.
 
Ekki hlynntur skoðunargjöldum
 
En hvað með Ísólf Gylfa sjálfan, vill hann sjá gjaldtöku við ferðamannastaði í sveitarfélaginu?
„Ég vildi gjarnan komast hjá því að innheimta einhvers konar skoðunargjöld. Hins vegar er mikill átroðningur við þessa staði, við rekum salerni o.þ.h. sem er kostnaðarsamt og engin ástæða að reka frítt fyrir ferðamenn. Sjálfur hefði ég kosið að þessi gjöld væru inni í farmiðanum til  Íslands eða einhvers konar borgar- eða landsgjald eins og þekkist víða í útlöndum.“ Rætt hefur verið um samræmda gjaldtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra en út á hvað gengur sú hugmynd?
 
„Við höfum verið á sameiginlegum fundum með ferðaþjónustuaðilum sem eru við Suðurströndina. Það er afar æskilegt að þetta sé með sama eða svipuðum hætti alls staðar. Við  erum líka á Kötlu jarðvangssvæði og þetta eru alls konar vangaveltur sem hafa komið upp.
 
Auðvitað er líka ákveðin skylda sem liggur á ferðaskrifstofum og rútu­fyrirtækjum sem koma með gestina á þessa fjölförnu staði. Flestar nýjar rútur eru með salernisaðstöðu sem einhverjir fullyrða að lítið séu notaðar, það þarf líka að vera aðstaða til þess að tæma þau ferðaklósett,“ segir Ísólfur Gylfi. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...