Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / Hkr.
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti hluthafi mjólkurvinnslunnar á Bolungarvík.

Eiríkur Ársælsson.

Eiríkur Ársælsson, sjóðstjóri hjá Stefni, segir mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sé sífellt að þróast.

„Örnu hefur tekist að byggja upp ótrúlega öflugt fyrirtæki í Bolungarvík sem er leiðandi í mjólkurvörum með tilliti til gæða og viðskiptaþróunar. Arna er að keppa á erfiðum markaði þegar kemur að samkeppni og inngönguskilyrði á markaðnum eru há þegar litið er til dæmis til framleiðslubúnaðar og þekkingar. Hálfdán Óskarsson, stofnandi Örnu, hefur unnið mikið frumkvöðlastarf til að koma fyrirtækinu á fót.“

Á hvaða stað þurfa íslensk landbúnaðar- og matvælafyrirtæki að vera til að fjárfestar sjái þau sem vænlegan fjárfestingakost?

„Þumalputtareglan í þeim sjóðum sem við stýrum hefur verið að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa rekstrarlíkan sem er komin góð reynsla á og reksturinn stendur undir sér. Ef félögin eru komin á þann stað eru vaxtarmöguleikar geirans og félaganna skoðaðir og á sama tíma skoðum við hvernig við getum aðstoðað fyrirtækin við að leysa krafta sína úr læðingi. Það eru mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sífellt að þróast. Einnig hafa íslenskir skyrframleiðendur verið að leita út fyrir landsteinana, bæði með íslenska framleiðslu og framleiðslu erlendis á íslensku skyri og hefur Arna til dæmis verið að flytja skyr út til Frakklands.“

Hvaða möguleika sjáið þið á næstu árum í þessum geira?

„Það er ljóst að það hafa verið mjög örar breytingar í geiranum með tilliti til þess sem endar í körfum neytenda. Það hefur verið ákall frá neytendum um laktósafríar vörur, hollari vörur og hafravörur og svo mætti lengi telja. Það þurfa því allir að vera á tánum því vörukarfan er sífellt að breytast og Arna er leiðandi í þeirri þróun. Við munum halda áfram á þessari braut hjá Örnu.“

Hvar liggja vaxtartækifærin hjá landbúnaðar- og matvæla- fyrirtækjum að ykkar mati?

„Í eignasafninu hjá okkur eru fjárfestingar sem tengjast matvælum með beinum eða óbeinum hætti. Við eigum til dæmis eignarhlut í GOOD GOOD sem framleiðir sultur, súkkulaðismyrjur og hnetusmjör og er dreift í þúsundir búða í Bandaríkjunum. Einnig erum við fjárfestar í VAXA Technologies, sem er örþörungaframleiðandi á Hellisheiði og Þorlákshöfn, en örþörungarnir eru svo nýttir til að framleiða náttúrulegt blátt litarefni sem notað er í matvæli.

Við höfum einnig fjárfest í þeim hluta virðiskeðjunnar sem flytur matvæli. Við erum stærstu hluthafarnir í Rotovia sem er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Dalvík. Dótturfélög Rotoviu eru til dæmis Sæplast sem framleiðir plastker fyrir sjávarfang og Tempra sem framleiðir frauðplastkassa sem nýttir eru til flutninga á eldisfiski og hvítfiski.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...