Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Mynd / ÁL
Líf og starf 4. maí 2023

Stefnir í lokun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Slökkviliðsminjasafn Íslands í Reykjanesbæ varðveitir sögu slökkviliðsmanna á Íslandi, allt frá því fyrstu slökkviliðsmennirnir voru skipaðir í sínar stöður, til dagsins í dag.

Nú hefur sveitarfélagið ekki endurnýjað leigusamning um húsnæðið, sem upphaflega var undirritaður til þriggja ára í febrúar árið 2013. Húsakosturinn er til sölu og stefnir í lokun safnsins á vormánuðum.

Helstu driffjaðrirnar á bak við safnið eru slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson og Ingvar Georgsson. Þeir segja í samtali við Bændablaðið að ef safninu verði lokað munu safngripirnir sem þar eru varðveittir eiga í hættu á að skemmast eða glatast. Munirnir eru flestir í eigu aðila héðan og þaðan af landinu sem oft hafa ekki kost á að varðveita hlutina við bestu aðstæður. Samningaviðræður eru í gangi við Reykjanesbæ, en Sigurður og Ingvar eru ekki mjög bjartsýnir á framhaldið.

Markmið safnsins er að halda á lofti sögu slökkviliða á Íslandi og var það opnað vorið 2013 í tilefni af hundrað ára afmæli slökkviliðsins í Keflavík. Kveikjan að opnun safnsins var sú að Sigurður og Ingvar sáu fyrir rúmum áratug að gamall búnaður frá slökkviliðum lá undir skemmdum. Oft eru tæki geymd utandyra eða í geymslum sem halda illa vatni og vindum.

Í húsnæðinu, sem er nálægt 1.500 fermetrum, er meðal annars að finna tuttugu slökkviliðsbíla, nokkrar vél- og handdælur ásamt öðrum minni búnaði sem slökkvilið hafa notað í gegnum tíðina. Þar má nefna verkfæri, hjálma, fatnað, klippur, reykköfunartæki og ýmislegt fleira. Verði safninu ekki lokað eru áform uppi um að koma stærsta slökkviliðsbíl heims fyrir í sýningarrýminu, en hann þjónaði áður á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt Ingvari og Sigurði er Slökkviliðsminjasafn Íslands með sérstöðu á heimsvísu, en hvergi annars staðar finnist safn sem geri grein fyrir slökkviliðum heillar þjóðar. Erlendis séu þetta yfirleitt álmur innan borgar- eða héraðssögusafna. Safnið er opið á sunnudögum frá 13 til 17, en eftir pöntun þess á milli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...