Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. júní 2021

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Undirbúningur fyrir sýning­una „Íslenskur landbúnaður 2021“ sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.-10. október hefur gengið afar vel. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar hafa básapantanir aukist mikið með afléttingu sóttvarnahafta.

„Það var alger bylting þegar létti á sóttvarnaraðgerðum og stefndi í að við myndum sjá fram á endalok haftanna. Er mikið af sýningarplássi upppantað og verður sýningin einstaklega fjölbreytt og áhugaverð. Bæði verða rótgróin fyrirtæki er þjóna bændum og búaliði á sýningunni og svo nýir aðilar. Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Höllinni,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Líkt og fyrri sýning er Landbúnaðar­sýningin á vegum Ritsýnar sýningarfyrirtækis sem hefur starfað í 25 ár og staðið fyrir fjölbreyttum sýningum svo sem sjávarútvegssýningum, stóreldhúsa­sýningum og heilsu­sýningum.

Að sögn Ólafs eru örfá sýningarpláss eftir á Landbúnaðarsýningunni og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða möguleika á sýningarplássi haft samband í síma 698-8150 og netfangið olafur@ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í síma 898-8022 og netfangið inga@ritform.is.

Ólafur M. Jóhannesson. Mynd / TB

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...