Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starrastaðir
Bóndinn 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan búið frá árinu 1901 er Ólafur Sveinsson frá Bjarnastaðahlíð fluttist þangað með fjölskyldu sína og hóf búskap. Hann kaupir síðan Starrastaði af kirkjunni 1916 og jörðin hefur því verið í eigu fjölskyldunnar í 107 ár. Á Starrastöðum hefur alla tíð verið blandaður búskapur með sauðfé, kýr og hross. Árið 1984 voru svo heitavatnslindir virkjaðar og fyrsta gróðurhúsið reist 1985. Árið 2000 lagðist kúabúskapur af þegar heimilisfaðirinn Eyjólfur Pálsson lést.

Býli: Starrastaðir.

Staðsett í sveit: Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Ábúendur: María Reykdal, Þórunn Eyjólfs- dóttir og Sigurður Baldursson, Margrét Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson, Erna María Guðmundsdóttir (11 ára) og Eyjólfur Örn Guðmundsson (8 ára).

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sjö manna fjölskylda, hundarnir Barón, Tígull og Spaði auk gróðurhúsakattarins Tinnu.

Stærð jarðar og gerð bús? 460 ha, þar af 35 ha tún. Sauðfjárbú og rósarækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru á bænum 413 kindur, ca 40 hross og rósir í 650 fm gróðurhúsum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur byrjar á því að skepnunum er gefið og allir fara í sína vinnu fjarri bænum. Þegar heim er komið er farið að sinna sauðfénu, klippa rósir og pakka og koma þeim í sölu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegustu bústörfin eru sauðburður og smalamennskur á haustin og að vinna við rósirnar í gróðurhúsunum þegar frost og kuldi er úti. Leiðinlegustu störfin eru girðingarvinna og skítmokstur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verður allt með svipuðu sniði en hugsanlega búið að stækka gróðurhúsin þar sem mikil eftirspurn er eftir rósum frá okkur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum hjá okkur er alltaf til ostur, Sveitabiti frá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhaldsmaturinn á heimilinu eru innbökuð lambahjörtu og hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar yngsta dóttirin var að raka heyi á gamla Deutz með dragtengda rakstrarvél aftan í og skellti traktornum með rakstrarvélinni í heilu lagi ofan í breiðan skurð, lenti á hjólunum. Var of forvitin að fylgjast með hinum og gleymdi að beygja.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...