Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað
Fréttir 4. mars 2015

Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.

Til að tryggja að slíkt verði framkvæmanlegt samþykkti Búnaðarþing 2015 samhljóða að starfssvæði þjónustudýralækna og vaktsvæði dýralækna verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja varanlegan aðgang að dýralæknum um allt land.

Nauðsynlegt er að horfa til landfræðilegra aðstæðna og taka tillit til samgangna árið um kring þegar starfssvæði og vaktsvæði eru skipulögð. Í ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknastöður á nokkrum stöðum á landinu þarf jafnframt að leita annarra leiða meðan málum er svo farið, svo sem að veita bændum heimild til að hafa lyf heima.

Búnaðarþing ítrekar jafnframt nauðsyn þess að opnað verði fyrir leið til þess að einstakir bændur geti gert þjónustusamning við sinn dýralækni þar sem ekki er hægt að koma við ásættanlegri vaktþjónustu.


Stjórn BÍ skal markvisst beita sér fyrir því, í samráði við Dýralæknafélag Íslands, að málið fái afgreiðslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...