Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu
Gamalt og gott 12. maí 2020

Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu

Á baksíðu Bændablaðsins 21. janúar 1997 er sagt frá kynningarfundi að Heiðarborg í Leirársveit, þar sem fjallað var um starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga í Hvalfirði.

Í fréttinni kemur fram að mikið hafi verið spurt um fyrirhugað álver og var ljóst af fundarmönnum að íbúarnir á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af starfseminni, en þær snérust fyrst og fremst um áhrif efnamengunar á landbúnað og ferðamennsku – og ekki síst ímynd Íslands.

Á myndinni er Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli í Svínadal, en hann var einn fjölmargra sem tóku til máls á fundinum. Reynir sagði áformin tilræði við framtíð íslenskra barna og afkomenda þeirra. Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli beindi meðal annars máli sínu til aðstofaðarforstjóra Columbia, sem sat fundinn. „Það gleði í huga okkar vegna nærveru þinnar en sorg í hjarta vegna fyrirætlana þinna. Þær ógna umhverfi okkar og lýta landið okkar.“

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði á fundinum að tryggt væri að tekið yrði á mengunarvarnarmálum í samræmi við lög og reglur og gerðar ströngustu kröfur.

Í fréttinni kom fram að í undirbúningi væri stofnun umhverfissamtaka sem væri ætlað að berjast gegn álverksmiðju í Hvalfirði. Í hópi forsvarsmanna þar væri Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, og Halldór Jónsson, læknir á Móum í Innri-Akraneshreppi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f