Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Innviðaráðherra vill efla strandsiglingar til að hlífa vegakerfinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 16. september 2025

Starfshópur um strandsiglingar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland sem er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025.

Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins. Eyjólfur segir mikilvægt að efla strandflutninga að nýju til þess að vernda vegakerfið. Nauðsynlegt sé að flutningar á sjó umhverfis landið verði veigamikill hluti af vöruflutningum.

Í fréttatilkynningunni segir að langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi faru fram með stórum bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hafi aukist hratt á undanliðnum árum með auknum kostnaði í viðhaldi vega. Starfshópnum er ætlað að vinna áfram með skýrslu sem Vegagerðin gerði fyrir innviðaráðuneytið um strandflutninga við Ísland. Tillögur hópsins verða lagðar til grundvallar við frekari stefnumótun í málaflokknum.

Að auki við þrjá fulltrúa skipaða af ráðuneytinu sitja í hópnum fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Vegagerðinni og Samgöngustofu

Skylt efni: strandsiglingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...