Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Mynd / Bill Dennen
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Drífa er bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður. Með henni í hópnum eru þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár-þings eystra og Rafn Bergsson, nautgripabóndi á Stóru-Hildisey og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Drífa Hjartardóttir.

„Óskin kom frá sveitarfélaginu á hvern hátt væri hægt að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Hlutverk okkar er að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Við erum byrjuð að funda og á næstunni munum við funda með öllum sem hugsanlega geta komið að og hafa skoðun á verkefninu,“ segir Drífa.

Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. „Ég tel að margir hafi haldið að Þórsmörk væri þjóðgarður. Við munum reyna að skila áfangaskýrslu um miðjan nóvember.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...