Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta
Fréttir 28. apríl 2015

Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Í skýrslunni er tæpt á því hvað matarsóun er og þeim verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd á þessu sviði. Í skýrslunni er auk þess að finna tillögur hópsins en þær lúta að rannsóknum á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.

Í kafla um rannsóknir á matarsóun er lagt til að fyrirliggjandi upplýsingar um matarsóun verði kortlagðar og mælikvarðar þróaðir til að hægt verði að sýna fram á mælanlegan árangur aðgerða gegn þessu vandamáli. Þá er lagt til að ráðist verði í spurningakönnun um matarsóun til að kanna viðhorf Íslendinga til matarsóunar og að gerð verði ítarleg langtímarannsókn á efninu.

Á sviði neytenda og vitundarvakningar er lagt til að búinn verði til einn vefur með fræðslu um matarsóun og leiðbeiningum um hvernig sporna má við henni, að farið verði í átaksverkefni til að stuðla að hugarfarsbreytingu um matarsóun, að fræðsla um matarsóun verði tryggð í grunnskólum sem og að boðið verði upp á örfyrirlestra um efnið á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og stéttarfélögum. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu um geymsluþolsmerkingar matvæla og að neytendur þekki muninn á „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“. Einnig er að finna tillögu um fræðslu um geymsluaðferðir matvæla.

Í kafla um framleiðslu, dreifingu og sölu er lagt til að teknar verði saman leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sóun við framleiðslu matvæla. Á sviði stóreldhúsa, veitingahúsa og mötuneyta er lagt til að verkefni um matarsóun verði hluti verkefnakistu Skóla á grænni grein sem og að aðgerðir gegn matarsóun verði hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri  og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Loks er gerð tillaga að verkefni í samvinnu við veitingastaði sem miðar að meðvitund um skammtastærðir og möguleika á að taka með sér afganga.

Í starfshópnum sátu fulltrúar  Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Bændasamtaka Íslands, Kvenfélagssambands Íslands, Vakandi - samtaka gegn sóun matvæla og Landverndar en hópurinn starfaði undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 

Skylt efni: Umhverfismál | matar sóun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...