Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum
Fréttir 24. júní 2015

Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um hreindýraeldi hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópurinn í febrúar 2014 og var honum falið að draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun þeirra og veiðar, búfjársjúkdóma og landbúnað og landnýtingu.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að starfshópurinn mælir ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að veruleg hætta sé á aukinni tíðni og útbreiðslu sjúkdóma einkum í tengslum við hættuna á samgangi eldisdýra við villt dýr og annan bústofn. Bent er á að hreindýraeldi sé þess eðlis að því fylgi óhjákvæmilega umtalsverð breyting á landnýtingu og það takmarki aðra landnýtingu og aðgengi almennings að landinu vegna nauðsynlegra girðinga. Þá þurfi slíkar girðingar að vera verulega háar og ná yfir stór svæði eigi þær að þjóna tilgangi sínum.

Hópurinn telur að ef vegnir eru saman þeir kostir sem felast annars vegar í að viðhalda villtum hreindýrastofni og nýtingu hans með þeim hætti sem gert er í dag og hins vegar að heimila hreindýraeldi með óvissu um áhrif þess á náttúru landsins, þ.m.t. á hreindýrastofninn sjálfan og aðra þætti lífríkisins, sé farsælast að viðhalda núverandi sjálfbærri nýtingu og verndun villtra hreindýra á Íslandi.
 

Hreindýrin á Íslandi - skýrsla starfshóps um hreindýraeldi

Skylt efni: Hreindúr | Umhverfismál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...