Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Starfshópur skilar tillögum um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn
Fréttir 13. ágúst 2014

Starfshópur skilar tillögum um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra fól í vor starfshópi að koma með tillögur að stuðningsaðgerðum um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. Starfshópurinn hefur skilað tillögum sínum til ráðherra og eru þær í fimm liðum.

Í lok árs 2012 voru 849 vetrarfóðraðar geitur til í landinu. Geitfjáreign er afar dreifð og eru þær að mestu haldnar í litlum hjörðum.

Geitfjárstofninn hefur líklega aldrei verið stór og frá fyrstu áreiðanlegu talningu 1703 hefur fjöldinn nær alltaf verið innan við 1000 gripir. Undantekning eru þó árin frá 1914 og framundir seinna stríð, en stofninn komst í nærri 3.000 dýr árið 1930.

Tillögur vinnuhópsins eru eftirfarandi:

1. Hópurinn leggur til að nú þegar verði auknu fé veitt til stofnverndar geitastofnsins með sérstöku framlagi ríkisins til erfðanefnd landbúnaðarins. Framlagið verði nýtt til að hækka verulega og afnema takmarkanir á því hversu margar geitur á hverju búi njóta stuðnings. Skilyrða þarf stuðning við þá sem taka þátt í skýrsluhaldi. Áætlað er að þetta muni kosta um  kr. 2 milljónir á ári.

2. Hópurinn leggur til að við endurskoðun sauðfjársamnings (samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar dags. 25. janúar 2007 með síðari breytingum) verði innleitt sérstakt stuðningsform fyrir geitfjárrækt, sambærilegt þeim stuðningi sem veittur verður í sauðfjárrækt. Í stuðningsaðgerðum þarf að vera hvati til þess að geitfjárræktarbú verði af þeirri stærð að vinnsla afurða sé möguleg.

3. Hópurinn telur mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingu  á sæðisbanka með frystu hafrasæði sem styðja myndi við markvissa ræktun innan stofnsins en einnig þjóna sem öryggisnet ef illa færi. Söfnun sæðis þyrfti að fara fram á tveggja til þriggja ára fresti. Lagt er til að þessi tillaga komi til skoðunar við næstu endurskoðun búnaðarlagasamnings.

4. Hópurinn telur mikilvægt að komið verði á fót rafrænni ættbók þar sem skrá mætti allar tiltækar upplýsingar um stofninn s.s. ættir, útlitseinkenni, afurðir,  sjúkdóma, vanhöld og o.fl. Ættbók er grunnur að ræktun og verndaraðgerðum og því að sæðingar skili árangri. Sambærileg ættbók er til staðar fyrir sauðfé.  Lagt er til að þessi tillaga komi til skoðunar við næstu endurskoðun búnaðarlagasamnings.

5. Hópurinn leggur til að stuðlað verði að auknum rannsóknum á íslenska geitastofninum og afurðum hans með það fyrir augum að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins og sérstöðu afurða. Lagt er til að þessi tillaga komi til skoðunar við næstu endurskoðun búnaðarlagasamnings og sauðfjársamnings. 


Lesa má skýrslu starfshópsins hér.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...