Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsemin verður efld
Fréttir 8. ágúst 2018

Starfsemin verður efld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarmiðstöð Land­bún­aðar­háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð­ræktar­miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum.

Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð­ræktar­mið­stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs­stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár.

Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri.

Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur  og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur.

Ýmsar tilraunir í gangi

Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri.

Tilraunasáðvél

Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar.
Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“

Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu

Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...