Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Mynd / MHH
Fréttir 2. júní 2016

Stærsti manngerði hellir landsins opnaður ferðamönnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um fimm hundruð manns mættu í hellaskoðun á bænum Hellnum í Landsveit laugardaginn 23. apríl þar sem sumrinu var fagnað með opnu húsi. 
 
Auk þess var boðið upp á leiki, veitingar og teymt var undir börnum. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna stærsta helli landsins fyrir gestum en nú verður hann opnaður ferðamönnum. Á Hellnum eru þrír hellar, allir manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi en hann heitir Hellnahellir.
 
„Hellirinn er um fimmtíu metra langur, lofthæðin er þrír til fimm metrar og álíka vítt á milli veggja. Í hellinum eru tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda, en auk þess eru á honum fimm upphlaðnir strompar sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn í hellinn eða til að hleypa út reyk frá eldstæðum,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellnum. 
 
Hún segir ekki nákvæmlega vitað hve gamall hellirinn er en talið er að hann sé  mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af pöpum, þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna, eða um 900. Nú stendur til að taka á móti ferðamönnum í hellinn en hægt er að nálgast frekari  upplýsingar á heimasíðu Hellna, http://www.hellar.is og á Facebook.

Skylt efni: Hellnahellir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f