Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur.
Mynd / VH
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir við að safna og þurrka plöntur og oftar en ekki eru slík einkasöfn undirstaða opinberra safna.

Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á að líkindum stærsta einkasafn hérlendis af þurrkuðum háplöntum og mosum. „Ég er langt kominn með að skrá safnið en þó ekki allt og svo á ég eftir að setja upp plönturnar sem ég safnaði síðastliðið sumar.“  Í safni Ágústs eru að hans sögn nokkur þúsund háplöntur, auk þess sem hann á líka stórt safn af mosum. „Ég á líklega 99,9% af öllum villtum háplöntum sem finnast á landinu, eftir því hvernig maður flokkar í tegundir, auk þess sem ég hef safnað slæðingum og einni og einni garðplöntu en þær eru ekki margar.“

Ágúst segir að gildi grasasafna sé gífurlega mikið. „Í fyrsta lagi má nota þurrkaðar plöntur til samanburðar þar sem söfnin geta geymst í margar aldir. Söfnin geta einnig sagt til um hvaða breytingar hafa átt sér stað á flóru ákveðinna svæða og svo gerir erfðatæknin það að verkum að hægt er að greina tegundir nákvæmar en áður.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...