Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar.
Fréttir 15. júní 2022

Stærsta fjárfesting Arla frá upphafi

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Um mánaðamótin maí-júní tók norður-evrópska afurðafélagið Arla Foods í notkun nýja viðbót við afurðastöð sína í Pronsfeld í Þýskalandi.

Um er að ræða langstærstu einstöku fjárfestingu félagsins sem er í eigu kúabænda í sjö löndum í norðurhluta Evrópu. Um var að ræða nýja vinnslustöð sem er sérhæfð í mjólkurduftsframleiðslu en alls nam þessi eina fjárfesting Arla Foods tuttugu og einum milljarði íslenskra króna.

Skýringin á þessari miklu fjárfestingu felst í mikilli eftirspurn eftir næringarríku mjólkurdufti og til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn var ákveðið að stækka afurðastöðina í Pronsfeld. Þar var fyrir gríðarlega stór vinnslustöð sem var þó mest sérhæfð í framleiðslu á geymsluþolinni mjólk og öðrum geymsluþolnum mjólkurvörum og nam afkastageta stöðvarinnar fyrir stækkunina 1,5 milljörðum lítra. Eftir stækkunina mun félagið vinna úr 2,2 milljörðum lítra á ári, eða um 6 milljón lítrum á degi hverjum allt árið um kring.

Alls mun nýja þurrkstöðin, sem m.a. telur 51 metra háan þurrkturn, geta framleitt um 90 þúsund tonn af mjólkurdufti á ári, sem verður
sent út til þeirra 70 markaða sem félagið selur vörur sínar á í dag. Við framleiðsluna í Pronsfeld í heild starfa nú um eitt þúsund manns og nær afurðastöðin í dag yfir um 55 hektara landsvæði. Eftir þessa stækkun er afurðastöðin í Pronsfeld ein sú stærsta í heimi og mun styðja enn frekar við uppbyggingu og vöxt félagsins en reiknað er með að umsvif félagsins muni aukast um 5-7% á þessu ári. Það eru einna helst markaðir félagsins í Mið-Austurlöndum, Vestur-Afríku og Suðaustur-Asíu, sem eru með mesta eftirspurn eftir ódýrum og næringarríkum mjólkurvörum, sem eru að bera upp þennan mikla vöxt félagsins.

Skylt efni: Arla | mjólkurduft

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f