Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína
Fréttir 7. desember 2015

Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kínverska fyrirtækið BoyaLife mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja möguleikana óendanlega og til standi í framtíðinni að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu.

BoyaLife er stærsta fyrirtæki sinnar gerðar í heiminum og fyrsta verkefni þess verður að setja á markað um eitt hundrað þúsund klónaða fósturvísa úr úrvals nautgripum. Klónun af slíkri stærðargráðu hefur aldrei verið framkvæmd áður.

Vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti

Framleiðsla fósturvísanna verður í 14 þúsund fermetra rannsóknarstofu og er ætlað að koma á móts við vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti í Kína.

Bandaríska matvælaeftirlitið hefur leyft sölu á kjöti og mjólkurafurðum frá klónuðum nautgripum frá árinu 2008 en magnið er einungis brot af því sem BoyaLife ætlar að framleiða.

Heilbrigðiseftirlit Evrópu­sambandsins hefur gefið út yfirlýsingu um að enginn sannanlegur munur sé á kjöti eða mjólkurafurðum klónaðra og annarra nautgripa. Eftirlitið hefur aftur á móti lýst áhyggjum sínum af dýravelferð þegar kemur að eldi klónaðra dýra.

Endalausir möguleikar

Forsvarsmenn BoyaLife segja að klónun nautgripa sé bara fyrsta skrefið því á næstu árum ætli fyrirtækið að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu eins og pandabirni. Fyrirtækið ætlar einnig að bjóða gæludýraeigendum upp á slíka þjónustu ef gæludýrið fellur frá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn í Kína leggja fyrir sig klónun því þeir hafa verið að klóna nautgripi, kindur og svín í tæp tuttugu ár. Stærðargráðan hefur bara verið minni.

Smáhundar og menn

BoyaLife er rekið í samvinnu við suður-kórenska líftæknifyrirtækið Sooam Biotech sem er í eigu manns sem heitir Hwang Woo-suk en iðulega kallaður konungur klónunar.

Árið 2006 var Hwang Woo-suk fundinn sekur um svik og alvarleg brot á siðareglum þegar hann gerði tilraunir með klónun með fósturvísum úr mönnum. Fyrirtæki hans hefur að hluta til fjármagnað rekstur sinn og rannsóknir síðan með klónun á smáhundum og öðrum gæludýrum.

Dvergsvín sem gæludýr

Annað kínverskt fyrirtæki, Beijing Genomics Institute, hefur með hjálp erfðatækni framleitt það sem þeir kalla míkró-svín eða dvergsvín og er hugmyndin að setja þau á markað sem gæludýr á næstunni. Dvergsvínin verða ekki meira en 15 kíló að þyngd og þykja ekki síður krúttleg en kjölturakkar.

Skylt efni: Kína | klónun | Búfé | gæludýr

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...