Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð.
Fréttir 8. janúar 2021

Stærsta bú fyrir lóðrétta ræktun í Danmörku

Höfundur: ehg - Nationen

Fjórtán röðum með salati, kryddjurtum og káli er staflað upp á hver aðra í nýju lóðréttu búi í Kaupmannahöfn sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Raðirnar ná frá gólfi og upp í þak hjá fyrirtækinu Nordic Harvest en hin nýja stöð nær yfir sjö ferkílómetra.

Uppskera verður 15 sinnum á ári í nýju stöðinni þrátt fyrir að plönturnar sjái aldrei dagsljós eða næringarríka jörð en þess í stað er fjólublátt ljós beint að þeim allan sólarhringinn frá 20 þúsund sérútbúnum LED-lömpum. Á þessari framtíðarstöð sjá litlir róbótar um að sá fræjum frá hillurekka til hillurekka. Áætlað er að um 200 tonn af grænmeti verði uppskorið á stöðinni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og síðan um þúsund tonn á ári þegar framleiðslan verður komin á fullt. Þetta verður því ein stærsta stöð þessarar tegundar í Evrópu og raunar heiminum. 

Nýja stöðin hefur mætt efasemdum frá mörgum sem stunda hefðbundinn landbúnað þar sem vangaveltur hafa sprottið upp um framleiðslugetu og rafmagnsnotkun. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að stöðin hafi ákveðið loftslagsforskot með vörum sem afhentar eru í nálægð við framleiðslustaðinn og með notkun á grænu rafmagni frá vindmyllum. Þar að auki skaðar láréttur landbúnaður ekki umhverfið þar sem allt vatn, næring og áburður er endurnýtt. Hafa forsvarsmenn Nordic Harvest einnig bent á að í stöðinni þurfi einungis að nota einn lítra af vatni á hvert kíló sem framleitt er en á stórum akri þyrfti til dæmis að nota 250 sinnum meira magn. 

Skylt efni: lóðrétt ræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f