Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áform afurðafyrirtækisins Yili eru að gera svæði í Innri-Mongólíu að vöggu mjólkurframleiðslu í Kína.
Áform afurðafyrirtækisins Yili eru að gera svæði í Innri-Mongólíu að vöggu mjólkurframleiðslu í Kína.
Mynd / Yili
Utan úr heimi 19. júlí 2023

Stærsta afurðavinnslusvæði í heimi?

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kínverska afurðafyrirtækið Yili, sem er eitt stærsta afurðafyrirtæki í mjólkuriðnaði í heiminum, hefur nú kynnt áætlun sína um að byggja upp stærsta mjólkuriðnaðarsvæði heims.

Fyrirtækið hefur þegar opnað gríðarlega stóra afurðastöð í Innri-Mongólíu í Norður-Kína, en afurðastöðin getur unnið úr 6,5 milljón lítrum mjólkur á degi hverjum en úr mjólkinni verða framleiddir ostar, hluta hennar verður pakkað sem drykkjarmjólk og þá er afurðastöðin með þurrkaðstöðu svo unnt sé að framleiða mjólkurduft fyrir ungbörn.

Afkastagetan sem slík gerir hana þó ekki þá stærstu í heimi, enda til aðrar afkastameiri afurðastöðvar, heldur önnur áform Yili sem er að gera svæðið að „Dairy Silicon Valley“ heimsins þar sem saman koma afurðavinnsla, heilsusetur, rannsóknasetur og sýningarfjós svo dæmi sé tekið. Verður þessi miðstöð mjólkurinnar alþjóðleg, þ.e. erlendu vísindafólki mun einnig standa til boða að sinna verkefnum hjá þessum kínverska risa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...