Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni
Fréttir 6. mars 2015

Stækkun vegakerfa hættuleg náttúrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lagning nýrra vega í þróunarlöndunum er náttúrunni meiri ógn en allar, stíflur, námur, olíuvinnsla og stækkun borga samanlagt samkvæmt því sem segir í nýlegri skýrslu sem unnin var við Cook háskóla í Ástralíu.

Ástæðan fyrir því að vegir eru náttúrunni svona hættulegir eru sagðir vera að þeir opni fyrir og auðveldi aðgengi veiðiþjófa og þeirra sem stunda ólöglegt skógarhögg að áður óaðgengilegum stöðum og ósnertri náttúru.

Í skýrslunni segir að nýir vegir um áður ósnert svæði verði nú til sem aldrei fyrr og áhrif þeirra nái langt út fyrir vegbrúnir þeirra. Ennfremur segir að áhrif vegagerðar séu sjaldan talin með þegar rætt séu um nauðsyn þess að vernda náttúruna. Vegir um regnskóga Suður Ameríku og víðar í heiminum eru sagðir sérstaklega varasamir þar sem þeir auðveldi að gengi að skógunum og um leið ólöglegt skógarhögg.

Sem dæmi um tengsl vegagerðar og náttúruspjalla er að í Kongó hafa skógarhöggsfyrirtæki lagt um 50.000 kílómetra að vegum frá síðustu aldamótum. Á sama tíma hafa um tveir þriðju að villtum fílum í sömu skógum fallið fyrir veiðiþjófum.
 

Skylt efni: Vegagerð | náttúruvernd

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...