Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Líf&Starf 24. nóvember 2025
Lausn á vísnagátu
Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.
Líf&Starf 3. febrúar 2025
Skákmánuðurinn janúar
Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...
Líf&Starf 13. desember 2024
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...
Líf&Starf 9. október 2024
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...
Líf&Starf 14. ágúst 2024
Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...
Líf&Starf 2. júlí 2024
Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...
Líf&Starf 10. maí 2022
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...
Líf&Starf 4. maí 2022
Lesning fyrir heilabilaða
Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025
Góður árangur náðst
4. desember 2025
Fæðuöryggi og landbúnaður
https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f
