Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vilhjálmur Svansson.
Vilhjálmur Svansson.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. maí 2017

Staða smitsjúkdóma íslensku búfjárstofn­anna verðmæti fyrir lýðheilsu landsmanna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðlendingar fengu á dögunum tækifæri til að kynna sér hættu sem stafað getur af innflutningi á ferskum matvælum hingað til lands. 
 
Tveir af helstu sérfræðingum landsins á því sviði, þeir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í veirufræði á Keldum, og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, voru á ferðinni á Húsavík og Akureyri og fluttu erindi um málið. 
 
Erindi Vilhjálms fjallaði um smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár og mögulegar smitleiðir nýrra smitefna til landsins. Í erindinu kom fram hve smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna eru og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu.
 
Í máli Karls G. Kristinssonar kom meðal annars fram að sýkingarhætta af völdum sýkla sem geta sýkt bæði menn og dýr (súnur) er meiri erlendis en á Íslandi og á sama hátt er meiri áhætta af því að sýkjast af slíkum sýklum við neyslu innfluttra matvæla en innlendra. Þetta á sérstaklega við um kampýlóbaktersýkingar sem eru mun sjaldgæfari á Íslandi en annars staðar. 
 
Verði innflutningur gefinn frjáls má búast við stórauknum innflutningi á ódýrari kjúklingum sem eru mengaðri af kampýlóbakter. Einnig má búast við því að innflutningur á ferskri kjötvöru auki nýgengi salmonellasýkinga og sýkinga af völdum E. coli baktería.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...